Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir

  • 10. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.
Að þessu sinni er það Fjóla Viktorsdóttir á Syðra-Skörðugili sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Sigríður Fjóla Viktorsdóttir

Gælunafn: Fjóla á Skörðugili

Starf: Yfirmaður! já og bókari.

Aldur: 47 ára

Stjörnumerki: Sporðdreki

Blóðflokkur: O

Skónúmer: 39

Hjúskaparstaða: Gift

Uppáhalds drykkur: Power shake á Joe and the juice

Uppáhalds matur: Nú ætti ég að segja lambakjöt en það er Fiskur og sushi.

Uppáhalds matsölustaður: RUB 23 Ak city

Hvernig bíl áttu: BMW X3

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Held það sé Meistaradeildin, missi aldrei af henni.

Uppáhalds leikari: Will Smith

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Magni Ásgeirs , geggjaður á böllum í denn.

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Margir… ef nefna á einn þá líklega U2.

Uppáhalds lag: Ég er alæta á tónlist!!

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn, fær mig til að grenja bókstaflega!!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Banana, snickers og bounty.

Þín fyrirmynd: Það er klárlega faðir minn! Einstakt ljúfmenni.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Páll bróðir minn í spilum, hann er hrikalegur svindlari, passið ykkur á honum !

Sætasti sigurinn: Á keppnisvellinum? ….. öll úrslit sem ég hef tekið þátt í!

Mestu vonbrigðin: Velti mér ekki uppúr vonbrigðum.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Kvennalið Tindastóls.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Everton, bara af því mér finnst Gylfi sætur.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hrannar frá Flugumýri. Eyrún brosir alltaf hringinn þegar hún er á honum, hlýtur að vera geggjaður undir hnakk!

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Dæturnar þrjá , allar magnaðar!

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Elvar minn auðvitað.

Besti knapi frá upphafi: Ingimar Ingimarsson nágranni minn.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Gæðingafaðirinn Ófeigur frá Flugumýri.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Kolbeinn frá Sauðárkróki, besti töltari í heimi að mínu mati. Verð einnig að nefna Hrapp frá Sauðárkróki, ekki bara magnaður á skeiðbrautinni og undir börnum, heldur einnig besti gangnahestur sem hægt er að hugsa sér.

Uppáhalds staður á Íslandi: Merkigil í Austurdal

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kyssi Elvar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég horfi þó nokkuð á enska boltann og missi helst ekki af EM og HM í handbolta.

Í hverju varstu lélegust í skóla: Efnafræði

Í hverju varstu best í skóla: Bókfærslu

Vandræðalegasta augnablik: Missa legvatnið á hárgreiðslustofu.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Séra Siggu vinkonu mína og hestakonu til að biðja um hjálp, Líney á Tunguhálsi til að halda uppi stuðinu og Elvar hann er svo ráðagóður.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Fáránlega góð að bakka með kerru.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Held það séu Olil og Bergur í Syðri-Gegnishólum. Þau eru alveg úrvals fólk sem er frábært að heimsækja og eiga að.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Guð fáum við annað líf?

 

Ég skora á Pál Braga Hólmarsson.

 

 

Hin hliðin – Halldór Victorsson

Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar