Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.
Að þessu sinni er það allt muligt maðurinn Sigurður Sigurðsson listasmiður og hrossabóndi á Sunnuhvoli sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Sigurður Sigurðsson
Gælunafn: Siggi Sunnuhvoli
Starf: Járnsmiður, Bóndi og Hestasveinn
Aldur: 49 ára
Stjörnumerki: Bogmaður
Blóðflokkur: Það er allavega rautt
Skónúmer: 43
Hjúskaparstaða: Giftur
Uppáhalds drykkur: Rökkr bjór og Pepsi max
Uppáhalds matur: Allt a la Anna Björg
Uppáhalds matsölustaður: La Solana á Spáni
Hvernig bíl áttu: Marga gamla og góða
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin
Uppáhalds leikari: Dómarar í Meistaradeildinni
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Björn Jörundur
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Freddie Mercury og Bono (U2)
Uppáhalds lag: Frelsið með Nýdönsk
Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Draumurinn á Huppu með sveitaís
Þín fyrirmynd: Engin sérstakur en reyni bara að taka það besta frá öllum sem ég hef kynnst.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sigrún systir mín, vann mig alltaf í Kleppara, þoli ekki að tapa.
Sætasti sigurinn: 1 . sæti í áhugamannadeild skeiði á Fálka frá Stóra-Hofi
Mestu vonbrigðin: Að burðast með þennan sjúkdóm sem ferðafélaga.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: No comment
Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Álfadís frá Selfossi – yfirburða ræktunarhryssa.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Börnin, bara smá hlutdrægur
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Maggi á Íbishóli
Besti knapi frá upphafi: Þorri (Þorvaldur Árni Þorvaldsson) og Jói Skúla, get ekki valið á milli þeirra. Verð svo líka að nefna Didda (Sigurbjörn Bárðarson) einnig. Þetta eru allt saman snillingar
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Hrannar frá Flugumýri
Besti hestur sem þú hefur prófað: Þokki frá Kýrholti – ógleymanlegt að fá að prufa hann 5 vetra gamlan.
Uppáhalds staður á Íslandi: Sunnuhvoll
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Skoða Brask og brall á Facebook
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með enska boltanum.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Þýsku
Í hverju varstu bestur/best í skóla: íþróttum
Vandræðalegasta augnablik: Þau eru mörg þessa dagana.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Maggi á Íbishóli á að sjá um sögur og söng, Nils Christian Larsen heldur uppi hlátri og húmor og frúin, gæti ekki án hennar verið.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Sennilega búinn að smíða upp undir 2000 box fyrir hesta í gegnum tíðina.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Maggi á Íbishóli – Frábær félagi
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Klopp, hvað er í gangi?
Ég skora á Fjólu á Syðra – Skörðugili, hún er höfðingi heim að sækja.
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson