Lúmskur Tiktokari

  • 1. nóvember 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Dagbjört Skúladóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Thelma Dögg Tómasdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Dagbjörtu Skúladóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Dagbjartar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn?
 Dagbjört Skúladóttur

Gælunafn? Dabba Djammqueen, Dabba Dugleg. Svo kallar mamma mig Toppu.

Hestamannafélag? Ég er í Sleipni

Skóli? 

Er á öðru ári við Háskólann á Hólum

Aldur? 21

Stjörnumerki? Hrútur

Samskiptamiðlar? 

Instagram
 Facebook
S napchat
 svo er ég lúmskur Tiktokari

Uppáhalds drykkur? Blár Collab kemur mér í gírinn

Uppáhaldsmatur? Finnst fátt betra en að komast í lambakjöt hjá ömmu

Uppáhalds matsölustaður? Greifinn og Kaffi krús

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Næturvaktin á vinninginn hér

Uppáhalds tónlistarmaður? Guðmar Freyr Magnússon þegar hann tekur lagið í hesthúsinu.

Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? 

Kringlan

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, kökudeig og kókosbollu.

Þín fyrirmynd? Gunnar Arnarson og Ólafur Þórisson

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Yfirleitt finnst mér allir óþolandi sem eru að standa sig betur en ég.

Sætasti sigurinn? Sigur á Meistaramóti Íslands í B- flokk ungmenna.

Mestu vonbrigðin? Að það var ekki Landsmót 2020

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Selfoss

Uppáhalds lið í enska boltanum? Fylgist ekki með því

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Frægð frá Auðsholtshjáleigu. 
Ég myndi velja hana afþví að hún hefur skilað fáum en frábærum afkvæmum þar má nefna Elvu frá Auðsholtshjáleigu sem hefur hlotið 9,5 fyrir tölt og Fengur frá Auðsholtshjáleigu sem hefur meðal annars hlotið 9,5 fyrir hægt stökk. 
Það blundar í mér mikill ræktunnar áhugi þess vegna myndi ég vilja eiga þessa frábæru ræktunnarhryssu sem hefur sannað sig sem móðir framúrskarandi kynbóta og keppnishrossa.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Sigríður Pála Daðadóttir og Sigurður Steingrímsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Veit ekki hvað skal segja í þessum efnum…

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Steinn Ævar Skúlason og Ólafur Þórisson yfirburðar tamningarmenn og félagar.

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Laufey frá Auðsholtshjáleigu og Selma frá Auðsholtshjáleigu eru uppáhalds af mörgum góðum.

Uppáhalds staður á Íslandi? Fjallabak

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hugsa hvort ég var búin að gera allt sem ég átti að gera.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Horfi stundum á Handbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Ensku

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Á bróðir sem er einstakur listamaður og dansari. Hann hefur búið til ófá vandræðaleg augnablik en það stendur svo sannarlega upp úr þegar hann var með sýningu fyrir fullan sal af fólki og eitthvað fór úrskeiðis hjá honum þar sem hann var allt í einu á líkamsklæðunum einum og létt það ekkert á sig fá…. HRIKALEGT moment með allri fjölskyldunni.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Julian Juraschek afþví að hann mun sjá til þess að enginn verði svangur. Thelma Dögg Tómasdóttir til að hafa einhvern til að aulast með og Anne Röser til að hafa allt skipulagt …. En eftir á að hyggja finnst mér ekki skynsamlegt að hafa tvo þjóðverja með í för en það verður þá allavega skipulag og matur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég á það til að taka hádegisleggju í kaffistofunni á Grænhól .. sem fer þannig fram að ég sitt á heilaga stólnum mínum og halla mér á vegginn, hljómar ekki þæginlegt en er geggjað.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Julian Juraschek – þegar ég sá hann fyrst á kynbó á Hellu fyrir 2 árum hugsaði ég bara hvaða pjakkur þetta væri… en eftir að ég kynntist honum er þetta einn al mesti meistari sem ég veit um í máli og mynd.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Árni Björn Pálsson – Hvað er Leyndarmál frægðarinnar eins og Bubbi sagði ?

 

Ég skora á Önnu Maríu Bjarnadóttur 

 

Yngri hliðin – Thelma Dögg Tómasdóttir 

Yngri hliðin – Sigrún Högna Tómasdóttir

Yngri hliðin – Védís Huld Sigurðardóttir 

Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson

Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar