Á Kaffistofunni – Ekki gleyma gleðinni
Fjórtándi þátturinn af Á Kaffistofunni leit dagsins ljós á hlaðvarpsveitunni Spotify í síðustu viku og heitir hann ekki gleyma gleðinni.
Gestir Hjörvars að þessu sinni eru þeir Karl Áki Sigurðarson og Ríkharður Flemming Jensen. Þeir eiga það sameiginlegt að rækta hross í fremstu röð sem þeir svo nýta fyrir sjálfan sig og aðra í keppni en báðir kepptu þeir í áhugamannadeildinni síðasta vetur með góðum árangri, Ríkharður stóð m.a. uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni deildarinnar. Þá eru þeir einnig dómarar Karl Áki íþróttadómari og Ríkharður gæðingadómari.
Spjall þeirra við Hjörvar er áhugavert og snerta þeir á mörgum flötum hestamennskunnar velta upp hlutum og koma með ýmsar hugmyndir um það sem betur má fara.
Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Sleipnir Hestaflutningar ehf.
Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!