Upphitunarþáttur fyrir Landsmót
Þeir félagar Á Kaffistofunni eru með puttann á púlsinum og nú er kominn nýr þáttur þar sem hitað er upp fyrir Landsmót hestamanna sem hefst mánudaginn næstkomandi.
Arnar Bjarki Sigurðarson og Hjörvar Ágústsson settust niður við hljóðnemana í Bankanum vinnustofu á Selfossi og ræddu ýmislegt það sem framundan er í næstu viku. Þeir tóku upp tólið og hringdu í Hildu Kareni Garðarsdóttur, mótsstjóra Landsmóts og Odd Ólafsson framkvæmdarstjóra HorseDay snjallforritsins.
Þess til viðbótar hringdu þeir í þá þrjá knapa sem sýndu kynbótahross í yfir 9,00 fyrir hæfileika en það voru þau Agnar Þór Magnússon, Helga Una Björnsdóttir og Mette Mannseth.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða á streymisveitunni Spotify, góða skemmtun