Árni Björn og Gústaf Ásgeir í spjalli

Nýr þáttur af Á Kaffistofunni leit dagsins ljós nú í vikunni. Þar fara þeir Arnar Bjarki Sigurðarson, Hjörvar Ágústsson og Gústaf Ásgeir Hinriksson yfir veturinn í Meistaradeildinni ásamt ýmsu öðru. Gústaf Ásgeir varð annar í einstaklingkeppninni og lið hans Árbakka/Hestvit sigraði í liðakeppninni.
Þeir taka upp símann og tala við Árna Björn Pálsson sigurvegara Meistaradeildarinnar. Við hjá Eiðfaxa mælum með hlustun á þennan góða þátt.
Hægt er að hlusta hér að neðan eða á Spotify!