Fjórgangur í Meistaradeild

Nýjasti þátturinn af Kaffispjalli þeirra félaga í hlaðvarpsþáttunum Á Kaffistofunni fór í loftið í vikunni. Í þættinum fara þeir Arnar Bjarki Sigurðarson, Hjörvar Ágústsson og Þórarinn Ragnarsson yfir fjórgangskeppni í Meistaradeildinni og kryfja málin.
Allskyns umræða var tekinn en auk þeirra þriggja að þá tóku þeir upp símtólið og heyrðu í Jakobi Svavari Sigurðssyni, sigurvegara í fjórgangi í Meistaradeild, og Teiti Árnasyni keppanda í Meistaradeildinni og staðarhaldara í HorseDay höllinni þar sem mótin eru haldin.
Skemmtileg og lífleg umræða myndaðist um hitt og þetta og við mælum meðn hlustun.