Sigurður Sigurðarson, keppnismaður með meiru
Nýjasti viðmælandi þeirra félaga Arnars Bjarka Sigurðarsonar og Hjörvar Ágústssonar er enginn annar en keppnismaðurinn og hrossaræktandinn Sigurður Sigurðarson.
Nú styttist í Landsmót og er Sigurður sá eini sem unnið hefur allar hringvallargreinar mótsins og sumar oftar en einu sinni. Fróðlegt spjall og góð hlustun fyrir keppnissumarið en hugarfar í keppni er mikið rætt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða á streymisveitunni Spotify, góða skemmtun