“Hef reynt að láta gott af mér leiða”

  • 27. mars 2023
  • Hlaðvarp

Nýjasti þátturinn af Á Kaffistofunni fór í loftið i gær. Í þessum þætti heldur Hjörvar Ágústsson áfram að ræða við hina og þessa aðila úr hestamennskunni. Að þessu sinni er viðmælandi hans Magnús Benediktsson eða Maggi Ben eins og hann yfirleitt er kallaður.

Maggi Ben hefur komið víða við í hestamennskunni var framúrskarandi kappreiðaknapi sem unglingur og ungmenni, tamdi og þjálfaði hross víða hér heima og erlendis. Hann er þó í seinni tíð kannski einna þekktastur fyrir það að vera með hin og þessi verkefni tengd hestamennskunni. 

Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni ævi sem hefur mótað hann og markað og þeir Hjörvar taka fyrir hin ýmsu málefni í spjalli sínu sem nú er aðgengilegt á hlaðvarpsveitunni Spotify!

 

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp