“Við erum stöðugt að þróa okkur”

  • 27. janúar 2024
  • Hlaðvarp

Nýjasti þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni birtist í desember og er aðgengilegur á streymisveitunni Spotify.

Í þessum þætti eru þau Gústaf Ásgeir Hinriksson og Jóhanna Margrét Snorradóttir viðmælendur Hjörvars Ágústssonar. Þau áttu góðu gengi að fagna á síðasta ári. Jóhanna Margrét var valinn íþróttaknapi ársins en hún og Bárður frá Melabergi urðu þrefaldir Íslandsmeistarar og tvöfaldir heimsmeistara. Gústf Ásgeir var gæðingaknapi ársins eftir frábæra framgöngu á Bjarma frá Litlu-Tungu þar sem þeir stóðu m.a. efstir á Fjórðungsmóti Austurlands með himinháa einkunn.

Margt áhugavert kemur fram í þættinum um samstarf þessa ofurpars, feril þeirra beggja og framtíðarmarkmið.

“Við erum stöðugt að þróa okkur og framtíðarmarkmiðin núna er að okkur langar að geta gripið í margt. Vera liðtæk sem þjálfarar og keppnisfólk, eins sem reiðkennarar. Við höfum gaman af því að hjálpa fólki að þróa hestana sína eða finna rétta hesta í þau hlutverk sem fólki langar að nota þá. Kynbótasýningar heilla og við höfum gríðarlegan áhuga á hrossarækt og okkur langar að taka meiri þátt á þeim vettvangi í framtíðinni.”

 

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp