Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Þorvaldur Kristjánsson

  • 16. janúar 2021
  • Fréttir
Nítjánda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að nítjándu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Jón Kristófer Sigmarsson sem var með fimm rétta, en einum leik í þeirri umferð var frestað svo en er möguleiki á fimm réttum hjá Jonna.

Tippari vikunnar er Þorvaldur Kristjánsson fyrrverandi hrossaræktarráðunautur.

Þorvaldur sem ekki er nú þekktur fyrir sín þrumu skot leitaði stuðnings Þorvaldar sonar síns og aðstoðaði hann við að fylla út seðilinn.

 

Spá Þorvaldar er eftirfarandi:

 

Wolverhampton 1-2 West Bromwich Albion laugardag kl 12:30
Þar sem við sonurinn höfum heyrt um seinna liðið, þá spáum við því sigri.

Leeds United 2-1 Brighton & Hove Albion laugardag kl 15:00
Hérna þekkjum við fyrra liðið betur og spáum því sigri.

West Ham United 1-0 Burnley laugardag kl 15:00
West Ham vinnur með einu marki gegn engu.

Fulham 0-3 Chelsea laugardag kl 17:30
Chelsea vinnur örugglega.

Leicester City 1-1 Southampton laugardag kl 20:00
Hérna komum við að eina jafntefli umferðarinnar.

Aston Villa 0-2 Everton sunnudag kl 12:00
Gylfi skorar 2 mörk í sigri Gylfa og félaga.

Sheffield United 1-4 Tottenham sunnudag kl 14:00
Tottenham vinnur þennan leik og Morinho verður með hárblásara í hléi og sítt að aftan í seinni hálfleik.

Liverpool 1-2 Manchester United sunnudag kl 16:30
Hérna spáum við United sigri þar sem United var mitt lið á þeim tíma sem Fergusson stýrði og Cantona minn maður.

Manchester City 3-0 Crystal Palace sunnudag kl 19:15
Hérna vinnur City og Pep fær sér tapas með rauðu í kvöldmatinn.

Arsenal 2-0 Newcastle United mánudag kl 20:00
Arsenal vinnur.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar