„Leeds verða að mæta brjálaðir og geta alveg unnið þetta, þeir eru samt alvarlega lélegir“

Þá er komið að þrítugustu og áttundu og síðustu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Jón Finnur Hansson sem var með sjö rétta.
Tippari vikunnar er Þórir Örn Grétarsson dómari og tryggingaráðgjafi.
Spá Þóris er eftirfarandi:
Arsenal 2-0 Wolves
Arsenal eiga að klára þennan leik auðveldlega, Saka og Ödergard skora mörkin.
Aston Villa 1-0 Brighton
Aston villa tekur þennan leik, Ramsey skorar markið.
Brentford 1-3 Man City
ATH leikmenn City gætu verið þunnir en Erling Haaland skorar þrjú mörk og þeir vinna 1-3
Chelsea 2-2 Newcastle
Newcastle ætla sér þriðja sætið en Chelsea er á heimavelli.
Crystal Palace 2-1 Nottingham Forest
Forest tryggðu sig um helgina og mæta of rólegir í þennan leik.
Everton 3-1 Bournemouth
Everton er að berjast fyrir lífi sínu, ég held að þeir klári þetta.
Leeds 0-2 Tottenham
Leeds verða að mæta brjálaðir og geta alveg unnið þetta, þeir eru samt alvarlega lélegir. Kane skorar bæði mörkin.
Leicester 0-1 West Ham
West Ham að hugsa um úrslitaleik evrópu en Leicester að berjast fyrir lífi sínu, Antonio skorar markið.
Man Utd 3-1 Fulham
Fulham gætu komið á óvart en ég vona ekki. Bruno skorar tvö mörk og Weghorst skorar sitt fyrsta mark í deildinni. Sigur Man Utd á heimavelli.
Southampton 0-3 Liverpool
Diaz-Salah og Nunes skora mörkin, ætti að vera auðveldur leikur fyrir þá.
Staðan:
Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir
Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir
Ólafur Andri Guðmundsson 6 réttir
Konráð Valur Sveinsson 5 réttir
Jón Þorberg Steindórsson 5 réttir
Ragnar Bragi Sveinsson 5 réttir
Kristinn Bjarni Waagfjörð 5 réttir
Lárus Ástmar Hannesson 4 réttir
Guðbrandur Stígur Ágústsson 3 réttir
Jóhann Kristinn Ragnarsson 3 réttir
Sigursteinn Sumarliðason 3 réttir
Benjamín Sandur Ingólfsson 3 réttir
