„Æfði á fiðlu í fimm ár en kann ekkert“
Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Anna María Bjarnadóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Þóreyju Þulu Helgadóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni. Hér fyrir neðan má finna svör Þóreyjar Þulu sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.
Fullt nafn? Þórey Þula Helgadóttir
Gælunafn? Þula
Hestamannafélag? Smári
Skóli? Menntaskólinn að Laugarvatni
Aldur? 17
Stjörnumerki? Fiskur
Samskiptamiðlar? Instagram, snapchat og facebook
Uppáhalds drykkur? Epla toppur
Uppáhaldsmatur? sushi
Uppáhalds matsölustaður? Kaffi Krús
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Grey´s anatomy
Uppáhalds tónlistarmaður? Ásgeir Trausti
Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann
Uppáhalds ísbúð? Huppa
Kringlan eða Smáralind? Kringlan
Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, hockey pulver og kökudeig
Þín fyrirmynd? Sylvía Sigurbjörns, Ragga Haralds og Aðalheiður Anna
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Þorvaldur Logi
Sætasti sigurinn? Suðurlandsmót 2021 í fimmgangi
Mestu vonbrigðin? Hmmm get ekki valið
Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekki mikið með Íslenskum bolta
Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ég myndi örugglega vilja eiga Vökul frá Efri-Brú af því að hann er bara geggjaður.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Hilmir Hansen Orrason
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Siggi Steingríms
Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Árni Björn
Besti knapi frá upphafi? Bergur Jónsson
Besti hestur sem þú hefur prófað? Vargur frá Leirubakka
Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið heima
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, ég fylgist með körfubolta
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Íslensku, ég er alveg með vandræðalega mikla lesblindu.
Í hverju varstu bestur/best í skóla? Íþróttum og náttúrufræðigreinum
Vandræðalegasta augnablik? Vil helst ekki tjá mig um það.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Sigga Steingríms til að flippa eitthvað með, Önnu Maríu til að djamma með og Jón Ársæl til að passa upp á okkur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég æfði á fiðlu í 5 ár en kann ekki neitt.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Veit ekki
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Uuu veit ekki
Ég skora á Eygló Hildi Ásgeirsdóttur
Yngri hliðin – Anna María Bjarnadóttir
Yngri hliðin – Dagbjört Skúladóttir
Yngri hliðin – Thelma Dögg Tómasdóttir
Yngri hliðin – Sigrún Högna Tómasdóttir
Yngri hliðin – Védís Huld Sigurðardóttir
Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson
Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir
Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir
Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson
Yngri hliðin – Kristófer Darri Sigurðsson
Yngri hliðin – Hafþór Hreiðar Birgisson
Yngri hliðin – Egill Már Þórsson
Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson
Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson
Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson
Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann
Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson
Yngri hliðin – Júlía Kristín Pálsdóttir