„Gat ekki stigið á línur sem barn“

  • 20. desember 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Þórey Þula Helgadóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Eygló Hildi Ásgeirsdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni. Hér fyrir neðan má finna svör Eyglóar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

Gælunafn? Glóa

Hestamannafélag? Fákur

Skóli? Menntaskólinn í Kópavogi

Aldur? 17 ára

Stjörnumerki? Ljón

Samskiptamiðlar? Instagram, Snapchat og Facebook

Uppáhalds drykkur? Grænn kristall

Uppáhaldsmatur? Indverskur matur og pizza

Uppáhalds matsölustaður? Eldofninn

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Grey´s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður? Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn? Sveppi

Uppáhalds ísbúð? Skalli Ögurhvarfi

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, kökudeig og daim

Þín fyrirmynd? Ylfa Guðrún, hefur kennt mér margt og kemur mér alltaf í réttan gír fyrir keppni.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Hákon Dan Ólafsson og blístrin!

Sætasti sigurinn? Þegar ég komst í A-úrslit á Landsmótinu 2016 á Hólum. Þá kviknaði mikill keppnisáhugi.

Mestu vonbrigðin? Þegar ég klúðraði úrtökunni fyrir Landsmót 2018.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? HK

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Myndi velja Óskastein frá Íbishóli, held að það sé magnað að sitja hann svo er hann með geðslag upp á 10.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Systur mínar Bjarney og Birna.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Edda Rún Ragnarsdóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Agnes Hekla Árnadóttir

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Snilling frá Íbishóli og Glaður frá Kjarnholtum I. Bæði frábærir gæðingar.

Uppáhalds staður á Íslandi? Svarfhóll í Borgarfirði, margar góðar minningar þaðan.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Athuga hvort ég sé ekki örugglega búin að stilla vekjaraklukku.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist aðeins með fótbolta.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Íþróttum

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Þegar íþróttakennarinn í grunnskóla fór að hlægja af mér í marki í fótbolta. Boltagreinar eru ekki mín sterkasta hlið.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Systur mínar þrjár, þá værum við í topp málum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Gat ekki stigið á línur og mikil mannafæla sem barn. Svo er uppáhalds fagið mitt efnafræði.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Jón Finnur Hansson. Hann er hreinsskilinn, hjálpsamur, skemmtilegur og mikill spekúlant.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Myndi spyrja pabba hvenig sé í sumarlandinu.

 

 

Yngri hliðin – Þórey Þula Helgadóttir

Yngri hliðin – Anna María Bjarnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar