Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Konráð Valur Sveinsson

  • 26. janúar 2021
  • Fréttir
Tuttugasta umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að tuttugustu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Þorvaldur Kristjánsson sem var með sex rétta, en einum leik í þeirri umferð var frestað svo en er möguleiki á sjö réttum hjá Þorvaldi.

Tippari vikunnar er Konráð Valur Sveinsson kennari við Hólaskóla og núverandi heimsmeistari í 100 metra skeiði.

Konni er grjótharður Fylkis og Liverpoolmaður.

 

Spá Konna er eftirfarandi:

 

Crystal Palace 0-2 West Ham United þriðjudag kl 18:00
West ham vinnur þennan, Tomas Soucek og Michail Antonio sjá um markaskorun.

Newcastle United 3-3 Leeds United þriðjudag kl 18:00
Stórmeistarajafntefli eflaust fyrrum lið James Milner hann fylgist örugglega með leiknum.

Southampton 1-2 Arsenal þriðjudag kl 20:15
Southampton ný búnir að slá Arsenal úr bikarnum Arsenal verða að hysja upp um sig buxurnar Arsenal sigrar þennan.

West Bromwich Albion 0-3 Manchester City þriðjudag kl 20:15
City vinnur, ég held að hið óumflyjanlega gerist fyrir Sam Allardyce á þessu tímabili en hann fellur úr deildinni.

Burnley 1-0 Aston Villa miðvikudag kl 18:00
Burnley eru enþá í góða heiminum eftir að hafa rústað Liverpool á heimavelli Jói Berg hlítur að byrja og skora.

Chelsea 2-0 Wolverhampton miðvikudag kl 18:00
Hvorugt liðið að gera góða hluti í deildinni eins og er, ætli Chelsea hafi þetta ekki.

Brighton & Hove Albion 1-0 Fulham miðvikudag kl 19:30
1-0 Brighton.

Everton 1-2 Leicester City miðvikudag kl 20:15
Gylfi kemst á blað fyrir heimaliðið

Manchester United 3-0 Sheffield United miðvikudag kl 20:15
Eins mikið og ég myndi vilja sjá Sheffield ná einhverju út úr þessum leik að þá er það alveg tilgangslaust að vera biðja um það þeir búnir að vera afleitir í deildinni í vetur og United búnir að finna góðan takt og eru að vinna alla leiki sem þeir fara í.

Tottenham 0-1 Liverpool fimmtudag kl 20:00
Liverpool búnir að vera með gott tak á Tottenham undanfarin ár en spilamennskan þeirra síðan 2021 byrjaði er álíka jafn spennandi eins og að horfa á málningu þorna. Ætli það komi ekki smá kraftur í þá, Mane skorar.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<