„Ekkert sem toppar hangikjöt með uppstúf“

  • 19. janúar 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin - Þórgunnur Þórarinsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal var síðastur til að svara og skoraði hann á Þórgunni Þórarinsdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Þórgunnar sem og nafn þess sem hann skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Þórgunnur Þórarinsdóttir

Gælunafn? Bara Þórgunnur

Hestamannafélag? Skagfirðingur

Skóli? Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra

Aldur? 16 ára

Stjörnumerki? Sporðdreki

Samskiptamiðlar? Instagram, snapchat, facebook og tiktok

Uppáhalds drykkur? Ísköld mjólk

Uppáhaldsmatur? Finnst allur matur góður en það er ekkert sem toppar hangikjöt með uppstúf

Uppáhalds matsölustaður? Rub 23

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður? Adele

Fyndnasti Íslendingurinn? Steindi Jr

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð Huppu

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, oreo og eitthvað súkkulaði

Þín fyrirmynd? Foreldrar mínir

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Guðmar Líndal getur verið erfiður. Það er alveg óþolandi hvað hann er alltaf vel ríðandi

Sætasti sigurinn? Að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það var líka ákveðin sigur hjá mér að vera valin í yngra landsliðið

Mestu vonbrigðin? Úff, það eru alltaf eitthver vonbrigði sem ég reyni að velta mér ekki uppúr. En ég held að klúðrið hjá mér á skeiðinu í fimmgang á Íslandsmótinu 2019 hafi verið mest svekkjandi

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Tindastóll að sjálfsögðu

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool allan daginn

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Svo margir sem ég væri til í að eiga. Ef ég þyrfti að velja einn þá held ég að Þóra frá Prestsbæ væri fyrir valinu, stórbrotinn gæðingur og skilar gæðingum í röðum.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Hjördís Halla Þórarinsdóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Narfastaða prinsessan Katrín Ösp Bergsstóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi minn

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn

Besti hestur sem þú hefur prófað? Þráinn frá Flagbjarnarholti, það er alveg magnað að sitja hann.

Uppáhalds staður á Íslandi? Heima í Skagafirði

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum og sé næsta dag fyrir mér

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já ég fylgist með körfubolta og fótbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Man ekki eftir neinu sem ég var léleg í

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Íslensku og stæðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Ég á það til að ruglast á fólki. Það er alltaf jafn vandræðalegt.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Katrínu Ösp, Ólöfu Báru og Björgu Ingólfs

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég æfði fótbolta í 10 ár

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Alexander Uekötter. Síðan hann byrjaði að vinna hjá okkur hefur hann komið mér virkilega mikið á óvart. Hann er bara magnaður tamningamaður og hestamaður. Virkilega jákvæður og duglegur í þokkabót.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég mundi spyrja Gunnar afa minn heitinn að einhverju skemmtilegu.

 

Ég skora á vinkonu mína hana Glódísi Líf Gunnarsdóttur

 

Yngri hliðin – Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Yngri hliðin – Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

Yngri hliðin – Þórey Þula Helgadóttir

Yngri hliðin – Anna María Bjarnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar