Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson

  • 6. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það hestadómarinn Pjetur Nikulás Pjetursson á Sólvangi sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Pjetur Nikulás Pjetursson

Gælunafn: Pjetur PON

Starf: “Pólverji” með íslensku tali

Aldur: yngist með hverju árinu

Stjörnumerki:Vatnsberi

Blóðflokkur: O

Skónúmer: 43

Hjúskaparstaða: Mjög vel giftur henni Elsu minni

Uppáhalds drykkur: Sodavatn og Pepsi max

Uppáhalds matur: Íslensk kjötsúpa

Uppáhalds matsölustaður: Hótel heima

Hvernig bíl áttu: Hi lux

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttirnar

Uppáhalds leikari: Jack Nicholson

Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn: Herra hnetusmjör

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Elvis Presley

Uppáhalds lag: It’s one for the money, two for the show

Fyndnasti Íslendingurinn: Siggi Sigurjóns

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Léttís, banana og jarðarber

Þín fyrirmynd: Örugglega hann pabbi minn

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sævar Leifs, þar var keppnin um hvor fór hraðar eða fékk hærri einkunn fyrir stökk í gæðingakeppni.

Sætasti sigurinn: Vann 5 gang í Sörla hérna um árið

Mestu vonbrigðin: Þegar ég tók við 5 gangs bikarnum mjög glaður með hugan fullan af framtíðarkeppnisáformum, þegar Elsa kallaði inn á völlinn: “Pjetur! var að selja hestinn þinn til Danmerkur” þar með hægðist á mér í keppni.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: KR

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ekki spurning það væri Skagfjörð frá Þverá sem skilaði stórkostlegum árangri til okkar fjölskyldunnar og fleirum. Skagfjörð var ótrúlega farsæll keppnishestur og vinur okkar, sem skilaði um 260 sigrum. Hann kunni prógrammið 100% þegar Sigga Pje færðist upp úr barnaflokki í unglingaflokk hætti Skagfjörð eftir stökkið og hægði niður á fet, í þann tíma riðu börnin ekki greitt tölt.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Systurnar á Sunnuhvoli

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Það er án nokkurs vafa hún Elsa mín, enda fegurðardrottning þegar hún nældi í mig

Besti knapi frá upphafi: Það er að sjálfsögðu Diddi Bárðar

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Hrafn frá Holtsmúla

Besti hestur sem þú hefur prófað: Þytur frá Kálfhóli, hvílíkur gæðingur og orkubolti, ennþá fílhraustur úti í stóði og alltaf jafn styggur, kemst 20 metra frá honum. Flaumur frá Sólvangi er líka hrikalega góður.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sólvangur

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Þetta vanalega og síðan bænirnar mínar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman af öllum íþróttum en enginn fíkill

Í hverju varstu lélegastur í skóla: Lífeðlisfræði

Í hverju varstu bestur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég reyndi að sitja brokkið á Flaumi og vissi ekki hvar ég myndi enda.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Elsu auðvitað, Didda til að segja sögur og að sjálfsögðu tæki ég Siggu Pje með.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Geri það í dag sem ég ætlaði að gera fyrir 20 árum þegar við fluttum á Sólvang – Sinna bústörfum og ríða út – það er æðislegt!

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Það er hún Elsa mín, alltaf fyndin og skemmtileg og hlær ennþá af bröndurunum mínum.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Myndi vilja spyrja Guð:”Hvenær er þetta andsk… Covid búið og við getum farið að ferðast, taka á móti ferðamönnum og lifa eðlilegu lífi”

Ég skora á Siggu Pje

 

Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson

Hin hliðin – Halldór Victorsson

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar