Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir

  • 15. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það hestadómarinn og reiðkennarinn Sigríður Pjetursdóttir á Sólvangi sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Sigríður Pjetursdóttir

Gælunafn: Sigga Pje

Starf: Eigandi og stjórnandi Hestamiðstöðvarinnar á Sólvangi, reiðkennari og dómari.

Aldur: 41

Stjörnumerki: Bogamaður

Blóðflokkur: Ekki hugmynd…. þessi algengi

Skónúmer: 37,5

Hjúskaparstaða: „It‘s complicated“ 😉

Uppáhalds drykkur: Rauðvín og búbblur.

Uppáhalds matur: Elska allskonar gourmet mat – gæti ekki lifað án osta.

Uppáhalds matsölustaður: Texas de Brazil – amerískur eðal „all you can eat“ steikarastaður

Hvernig bíl áttu: Kia Sportage en ætti að vera á Land Cruiser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vikings og Gray‘s Anatomy

Uppáhalds leikari: Halldóra Geirharðsdóttir

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Bubbi og Bríet

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Lady Gaga

Uppáhalds lag: My Church með Maren Morris – þetta er sko country ekki trúar lag.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi myndi elska það ef ég myndi nefna hann hér ☺

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Eitthvað sykurlaust þessa dagana en annars, jarðaber og bounty.

Þín fyrirmynd: Foreldrar og allar ofur vinkonur mínar

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Diddi Bárðar – af því að þegar ég var að keppa við hann í den var ég aldrei viss hvort hann væri að hjálpa eða þykjast hjálpa til að vinna mig heheh ☺

Sætasti sigurinn: Þegar ég vann Landsmót í unglingaflokki 1994 á Safír frá Ríp

Mestu vonbrigðin: Covid19 og að hafa ekki náð að sigra A flokk á Landsmóti á Þyt frá Kálfhóli.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Selfoss – dóttir mín er að æfa þar

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool – af því að dóttir mín segir það

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Vó ég get ekki valið…. en væri alveg til í að eiga Spuna frá Vesturkoti, Gaum frá Auðsholtshjáleigu eða Álf frá Selfossi – algjörir gæðingar og gæðingafeður.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ekki séns að velja hér – er algjörlega heilluð yfir unga fólkinu okkar þessa dagana – þvílík framför, fagmennska og metnaður.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Ég ætla að segja eins og pabbi – auðvitað mamma mín.

Besti knapi frá upphafi: Charlotte Dujardin er í miklu uppáhaldi þessa dagana – annars þá er enginn fullkominn en svo margir algjörlega frábærir.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Það er örugglega hann Þytur frá Kálfhóli – væri svo til í að klóna hann og byrja upp á nýtt með hann. Eða eiga mörg klón – einn t.d. sem að ég gæti notað í kappreiðar og annan sem að ég nýtti á hringvöllinn. Ég kæmist líka marga hringi í kringum Ísland í ferðalögum á þessari orku – kannski þyrfti einhver að hjálpa mér að ná þeim samt.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Verið heppin að fá að prufa fullt af góðum hestum – en margir hestar sem hafa verið í okkar eigu eða ræktun sitja fastast í höfðinu á mér – eins og þau Vala, Flaumur og Undri frá Sólvangi og svo auðvitað þeir Þytur frá Kálfhóli og Skagfjörð frá Þverá – sem að kenndu mér svo mikið bæði í þjálfun og keppni.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sólvangur

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukkuna og slekk ljósin

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tja smá

Í hverju varstu lélegust í skóla: Stærðfræði

Í hverju varstu best í skóla: Tungumálum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég braut Suðra bikarinn – þeir skilja sem skilja

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Humm….. ætli ég tæki ekki með mér vinkonur mínar þær Beggu Sveins og Hrefnu Maríu – vön að ferðast með þeim, ræða heimsmálin og hafa gaman. En svo þyrfti nú einhver sterkur og stór að koma með og hjálpa okkur við húsbyggingu og fleira…. það gæti til dæmis verið hann Steindór Guðmunds en hann hefði meira þol en aðrir til að taka þátt í þessum samræðum.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég er með ótrúlega langa tungu hehehe

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Mette Manseth kemur mér sífellt á óvart – hversu frábær hestakona og kennari hún er.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi spyrja almættið um hvaða tölur væru réttar í næsta Euro Jack Pot

 

Ég skora á Hrefnu Maríu Ómarsdóttir

 

Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson

Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir

Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson

Hin hliðin – Halldór Victorsson

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar