„Það eru allir að gera sitt besta“
Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Guðmar Líndal sem tók að sjálfsögðu áskoruninni. Hér fyrir neðan má finna svör Guðmars sem og nafn þess sem hann skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.
Fullt nafn? Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
Gælunafn? Ég á ekkert gælunafn
Hestamannafélag? Þytur
Skóli? Grunnskóli Húnaþings vestra.
Aldur? Fæddur 2006.
Stjörnumerki? Meyja
Samskiptamiðlar? Snapchat, Instagram og Facebook.
Uppáhalds drykkur? Kristall plús og Jólaöl
Uppáhaldsmatur? Kjúklingur, franskar og kokteilsósa.
Uppáhalds matsölustaður? North West.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Game of Thrones.
Uppáhalds tónlistarmaður? Kaleo.
Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann.
Uppáhalds ísbúð? Huppa
Kringlan eða Smáralind? Smáralind
Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Heita karmellusósu, jarðaber og þristur.
Þín fyrirmynd? Pabbi og mamma.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Ég hugsa ekki svona um aðra og eru allir að gera
sitt besta.
Sætasti sigurinn? Íslandsmót 2018 á 7 vetra gæðingnum Nútíð frá Leysingjastöðum.
Mestu vonbrigðin? Ég spái ekki í því, misstök eru til þess að læra af þeim.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Kormákur/Hvöt.
Uppáhalds lið í enska boltanum? Arsenal.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Skýr frá
Skálakoti vegna þess að hann er frábær einstaklingur og yfirburða gæðingur, ég á tvö afkvæmi
undan honum sem eru mjög efnileg.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal sem er 4 ára gömul.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Emma mín.
Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Ég tek það besta úr öllum mínum uppáhalds.
Besti knapi frá upphafi? Pabbi minn.
Besti hestur sem þú hefur prófað? Ég er svo heppinn að fá að hafa kynnst og þjálfað marga góða
hesta og ég get bara alls ekki gert upp á milli þeirra.
Uppáhalds staður á Íslandi? Sindrastaðir
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Segja góða nótt við Emmu.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Enska fótboltanum.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Dönsku
Í hverju varstu bestur/best í skóla? Íþróttum
Vandræðalegasta augnablik? Ég spái ekki í því.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Fjölskylduna.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég þarf alltaf að pissa áður en ég keppi.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Konráð Valur Sveinsson, hann er bara meistari.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja Kobba hvort ég mætti prufa Skýr.
Ég skora á Þórgunni Þórarinsdóttur
Yngri hliðin – Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
Yngri hliðin – Þórey Þula Helgadóttir
Yngri hliðin – Anna María Bjarnadóttir
Yngri hliðin – Dagbjört Skúladóttir
Yngri hliðin – Thelma Dögg Tómasdóttir
Yngri hliðin – Sigrún Högna Tómasdóttir
Yngri hliðin – Védís Huld Sigurðardóttir
Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson
Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir
Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir
Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson
Yngri hliðin – Kristófer Darri Sigurðsson
Yngri hliðin – Hafþór Hreiðar Birgisson
Yngri hliðin – Egill Már Þórsson
Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson
Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson
Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson
Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann
Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson
Yngri hliðin – Júlía Kristín Pálsdóttir