Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Tryggvi Björnsson

  • 6. febrúar 2021
  • Fréttir
23. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að 23. umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Logi Laxdal sem var með fjóra rétta.

Tippari vikunnar er Tryggvi Björnsson tamningamaður og einn helsti stuðningsmaður Manchester United á Íslandi.
Tryggvi býr á Akureyri en er með aðstöðu hjá Viðari og Ollu á Björgum í Hörgárdal þar sem sólin skín alla daga.

 

Spá Tryggva er eftirfarandi:

Aston Villa 1-2 Arsenal laugardag kl 12:30
Þetta verður sigur hjá Arsenal. Rúnar Alex með stórleik í rammanum.

Burnley 1-0 Brighton & Hove Albion laugardag kl 15:00
Þetta verður hörku leikur milli tveggja miðlungs liða sem bæði hafa unnið Liverpool nýlega.

Newcastle United 1-2 Southampton laugardag kl 15:00
Southampton rífur sig upp eftir að hafa tapað sannfærandi fyrir stórveldinu frá Manchester í síðustu umferð 9-0, og vinnur 1-2

Fulham 2-1 West Ham United laugardag kl 17:30
Fulham slær Davíð Mausar niður á jörðina og vinna.

Manchester United 4-1 Everton laugardag kl 20:00
Þetta er líklega auðveldasti leikurinn í umferðinni að giska á auðveldur sigur. Cavani setur tvö og Pogba eitt og Rassford setur hann auðvitað.

Tottenham 1-0 West Bromwich Albion sunnudag kl 12:00
Móri tekur gleði sína á ný og nær í sigur Bale skorar.

Wolverhampton 1-3 Leicester City sunnudag kl 14:00
Úlfarnir geti lítið eða ekkert og tapa þessum leik. Vardy setur 2 kvikindi.

Liverpool 1-1 Manchester City sunnudag kl 16:30
Þetta verður áhugaverður leikur fyrir þær sakir að Klopp fer að gráta yfir ólöglegu innkasti sem verður það eina áhugaverða í þessum leik sem endar með jafntefli.
Maður leiksins verður Orgi bjargar stigi í uppbótartíma.

Sheffield United 0-3 Chelsea sunnudag kl 19:15
Þetta er lítið spennandi leikur, Abraham með þrennu.

Leeds United 4-3 Crystal Palace mánudag kl 20:00
Þetta verður skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Bamford með 2 fyrir Leeds og Saha með 2 fyrir Palace.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 3 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar