Hin hliðin – Ólafur Þórisson
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.
Að þessu sinni er það Ólafur Þórisson tamningarmaður, bóndi og félagsmálamaður í Miðkot sem situr fyrir svörum.
Fullt nafn: Ólafur Þórisson
Gælunafn: Óli Miðkoti
Starf: Tamningarmaður, bóndi og félagsmálamaður.
Aldur: afstæður en fæddur 1977
Stjörnumerki: Bogamaður
Blóðflokkur: ekki hugmynd
Skónúmer:7 og hálft í redrock
Hjúskaparstaða: Giftur og þrjú börn
Uppáhalds drykkur: kúamjólk, ísköld beint úr mjólkurtanknum
Uppáhalds matur: grilluð folaldalund
Uppáhalds matsölustaður: heima er best
Hvernig bíl áttu: Nissan og Ford
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: spaugstofan
Uppáhalds leikari:Örn Árnason
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Bubbi Mortens
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Freddie Mercury
Uppáhalds lag:mörg af Þjóðhátíðarlögunum gegnum árin
Fyndnasti Íslendingurinn: Elli Árnason og Beggi þegar þeir byrja í eftirhermunum
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: ís
Þín fyrirmynd: Allir þeir sem hafa heiðarleikan í fyrirrúmi í sinni framkomu.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Allir þeir sem vinna á óheiðarlegan hátt og áttu það ekki skilið.
Sætasti sigurinn: Parafimi í Suðurlandsdeildinni 2021
Mestu vonbrigðin: Lenda í 2.sæti hvar og hvenær sem er.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: KFR
Uppáhalds lið í enska boltanum: Arsenal
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Orri frá Þúfu, liturinn að sjálfssögðu
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Öll þau börn sem koma til með að halda heiðri hestamennskunnar á lofti um ókomin ár
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: konan mín
Besti knapi frá upphafi: Það er erfitt að gera uppá milli mín og allra hinna.
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati:Toppur frá Miðkoti sem var minn fyrsti hestur
Besti hestur sem þú hefur prófað: Stæll frá Miðkoti og Orri frá Þúfu
Uppáhalds staður á Íslandi:hálendið eins og það leggur sig.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa:loka augunum
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:já eins mikið og ég get.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla:tungumálum
Í hverju varstu bestur/best í skóla:stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: var eitthvað utan við mig á Landsþingi LH 2016 og greiddi atkvæði á móti ársreikninum sambandsins meðan ég var sjálfur gjaldkeri LH.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Börnin mín Viktor Mána, Jakob Freyr, Evu Dögg, það verður sko ekki leiðinlegt með þeim. Þá fær konan líka gæðastund frá okkur hinum.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Féll næstum á stúdentsprófi í dönsku. Fékk 4,5 og hækkaður upp í 5.0.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju:
Maður er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki í hestamennskunni sem kemur manni á óvart. Það sem er svo skemmtilegt við hestamenn og konur er hvað við eru fjölbreytileg og með misjafnar áherslur á hvað hestamennskan gengur útá. Allir geta fundið sína leið og haft gaman af. Það er það sem er svo mikilvægt í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur er að eiga skemmtilegar samverustundir og minningar í gegnum hestamennskunna.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi spyrja Guðna formann LH. Hvernig líkar þér formansstarfið?
Hin hliðin – Siguroddur Pétursson
Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson
Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir
Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson
Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir
Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin – Halldór Victorsson
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson