Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson

  • 18. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það hrossaræktandinn og reiðkennarinn Páll Bragi Hólmarsson í Austurkoti sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn: Páll Bragi Hólmarsson

Gælunafn: Palli

Starf: Hrossaræktandi,reiðkennari,tamningamaður

Aldur: 49

Stjörnumerki: Ljón

Blóðflokkur: O

Skónúmer: 45

Hjúskaparstaða: Giftur bestu konunni

Uppáhalds drykkur: Eplasafi

Uppáhalds matur: Lambsteik

Uppáhalds matsölustaður: Skalli

Hvernig bíl áttu: Ford F-350

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Once up on a time

Uppáhalds leikari: Harrison Ford

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Bjössi sax

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Elvis

Uppáhalds lag: It,s now or never

Fyndnasti Íslendingurinn: Maggi Ben í vinnunni

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber og snickers

Þín fyrirmynd: Hugrún konan mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Jóhann Rúnar Skúlason, svakalega beittur.

Sætasti sigurinn: Norðurlandameistari í F1 og T2 á Ísak frá Eyjólfsstöðum

Mestu vonbrigðin: Að hafa selt Blæ frá Minni-Borg

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Horfi helst ekki á fótbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum: Horfi ekki á enska en segi oftast Liverpool til að þykjast

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Blær frá Minni-Borg. Var svo ótrúlega eðlisgóður.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Dóttir mín

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hugrún

Besti knapi frá upphafi: Þórarinn Eymundsson, getur gert alla hesta góða.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Blær frá Minni-Borg

Besti hestur sem þú hefur prófað: Blær frá Minni-Borg

Uppáhalds staður á Íslandi: Austurkot

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek af mér gleraugun og slekk á facebook

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já sérstaklega körfubolta.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Leikfimi

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Man ekki eftir því

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Halldór Þorbjörnsson hann er alltaf kátur, Ásdísi í Hrísdal þá hefði ég pottþétt nóg að borða og Sigurodd hann er svo góður að spjalla.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Spila á Saxafón

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Borba, hann hefur skemmtileg sýn á lífið og hesta.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Hvers vegna varst ekki kyrr, Jesú?

 

 

Ég skora á vin minn Sigurodd Pétursson

 

 

Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir

Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson

Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir

Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson

Hin hliðin – Halldór Victorsson

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar