Hin hliðin – Siguroddur Pétursson

  • 24. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það tamningamaðurinn Siguroddur Pétursson sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Siguroddur Pétursson

Gælunafn: Einhvern tímann var það Soddi enn það er að deyja út

Starf: Tamningarmaður

Aldur: 25+ er mér sagt

Stjörnumerki: Vog

Blóðflokkur: Veit það ekki

Skónúmer: 43

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Uppáhalds drykkur: Kók

Uppáhalds matur: Get ekki gert upp á milli steikurnar hjá Ásdísi minni

Uppáhalds matsölustaður: Heima hjá Ásdísi
Hvernig bíl áttu: Ford f 350 2019

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin í hestaíþróttum

Uppáhalds leikari: Hestarnir í Meistaradeildini

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: Bubbi

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn:   Queen

Uppáhalds lag: Mörg með Queen

Fyndnasti Íslendingurinn: Eysteinn Leifsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber og þrista

Þín fyrirmynd: Þau eru svo mörg, að taka það jákvæða frá öllum

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Er ekki búinn að hitta hann
Sætasti sigurinn: 3 Sæti í B-flokki á landsmóti á Hryn frá Hrísdal

Mestu vonbrigðin: Man ekki neittUppáhalds lið í íslenska boltanum: Íslenska landsliðið í handbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum: Ekkert

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Orri frá Þúfu.Einn sá almesti kynbótagripur sem Ísland hefur átt

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Dóttir mín Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Ásdís Ólöf Sigurðardóttir

Besti knapi frá upphafi: Ég

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Hrímnir frá Hrafnagili kemur sterkur upp í hugann og Spuni frá Vesturkoti

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Erfitt að gera upp á milli hesta,þessir hestar koma sterkir uppí hugann Hrynur frá Hrísdal,Steggur frá Hrísdal og Sægrímur frá Bergi

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Segja góða nótt við Ásdísi

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Það er ekki mikið kannski formúlunni

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Kristinnfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Leikfimi

Vandræðalegasta augnablik: Það er svo vandræðalegt að ég man það ekki
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Palla Hólmars gott að spjalla við hann,hann þykist vita allt um hross Eysteinn Leifsson hann er svo góður uppistandari til að halda uppi stemmaranum og Gunnar Sturluson hann getur galdrað veislu úr engu.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er hættur að reykja

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Hvað Palli í Austurkoti veit  mikið um hesta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Pass
Ég skora á Lárus Ástmar Hannesson

Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson

Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir

Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson

Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir

Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson

Hin hliðin – Halldór Victorsson

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar