Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

  • 3. júní 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Eygló Arna Guðnadóttir tamningakona í Þúfu í Landeyjum sem situr fyrir svörum.

 

Fullt nafn: Eygló Arna Guðnadóttir

Gælunafn: Svo sem ekkert sem hefur náð að festast við mig.

Starf: Ég vinn við tamingar fyrir Strandarhjáleigu fjölskylduna.

Aldur: 25 ára

Stjörnumerki: Naut.

Blóðflokkur: Ég hef bara enga hugmynd.

Skónúmer: 39.

Hjúskaparstaða: Ég er í sambandi.

Uppáhalds drykkur: ???

Uppáhalds matur: Það er margt sem kemur upp í hugan en folaldakjöts doritos rétturinn sem er stundum búin til heima í Þúfu er ekkert venjulega góður.

Uppáhalds matsölustaður: Fjöruborðið.

Hvernig bíl áttu: Mitsubishi Outlander.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég er frekar léleg þegar kemur að sjónvarpsþáttum svo ég ætla ekki að nefna neinn sérstakan.

Uppáhalds leikari: Edda Björgvins

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: Pass

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Pass

Uppáhalds lag: ???

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er mjög mikill sælkeri svo það er margt sem kemur til greina.  Síðast var það jarðaber, toblerone og heit karamellusósa.

Þín fyrirmynd: Þær eru margar, en þar ber helst að nefna Elvar Þormarsson.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Þegar ég keppi þá einbeiti ég mér að því sem ég er að gera en ekki hvað aðrir eru að gera.  Þar af leiðandi trufla aðrir keppendur mig yfirleitt ekki mikið.

Sætasti sigurinn: Það var mjög gaman að ná að ríða A úrslit í meistaraflokki á síðasta Reykjavíkurmeistaramóti á Nýjum Degi vini mínum.  Við lönduðum það 4. sætinu og 8. hæstu forkeppniseinkunn ársins í slaktaumatölti.

Mestu vonbrigðin: Þegar Þrúður hryssan mín slasaðist rétt fyrir landsmóts úrtöku 2012.  En það var líka landsmót 2011 og hún slasaðist líka þá um vorið.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Ég þyrfti kannski að prófa að lesa hrútaskránna áður en ég svara þessari spurningu.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: KFR

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Uppáhalds Orra, hann var algjörlega einstakur.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Litla systir mín hún Steinunn Lilja finnst mér að sjálfsögðu alveg ótrúlega efnileg. Engin smá metnaður sem hún hefur fyrir þessu og vinnustundirnar sem hún leggur til eru ekki fáar.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Við erum öll hvert öðru fallegra.

Besti knapi frá upphafi: Mér finnst mjög erfitt að velja einn úr.  Það er mikill fjöldi frábærra knapa sem hver og einn hefur sína styrkleika og misjafnt er í hverju hver og einn er sterkastur.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Að mínu mati er það að sjálfsöðu Orri frá Þúfu í Landeyjum.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Orri.

Uppáhalds staður á Íslandi: Þúfa í Landeyjum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum.Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist aðeins með fótbolta en mætti gefa mér meiri tíma í það.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ensku.

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Tengt hestamennskunni þá vorum við Hjörvar Ágústsson líklega frekar vandræðaleg þarna um árið þegar við ákváðum að setja upp smá grín í parafimi í Suðurlandsdeildinni  þegar þessi grein var mjög ný og enn að þróast og við vissum ekkert alveg hvað við vorum að gera.  En atriðið sem slíkt var alls ekkert eitt af þeim bestu þetta árið.  En Hjörvari tókst að plata mig í að vera í ghostbuster búningum. Það var mikill metnaður lagður í búningagerð. En allt kom fyrir ekkert því þetta atriði sló alls ekki í gegn.  En það er engu að síður mjög gaman að horfa á videó frá þessu í dag og heyra í fólki í stúkunni virða þetta fyrir sér.  Hverjir eru þetta eiginlega ???  Hvað eru þau að gera ???

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Úff þrír hestamenn að bjarga sér á eyðieyju. Ásmundur Þórisson er svo reynslumikill á öllum sviðum að það er örugglega skynsamlegt að hafa hann með.  Alveg sama hvert ásandið yrði þá myndi Hjörvar Ágústsson alltaf sjá allt það jákvæða í stöðunni og svo myndi ég hafa Hönnu Rún með líka til að passa upp á kynjakvótana.

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég er gömul armbeyjustjarna og keppti 5 sinnum í skólahreysti.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Lena Zielinski, hún er algjör meistari.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Úff ég er ekki alveg nógu djúp þetta kvöldið til að koma með einhvert gáfulegt svar við þessari spurningu.

Ég skora á Huldu Jónsdóttur hestamann og dýralækni á norðurlandi að vera næst í röðinni.

 

 

Hin hliðin – Ólafur Þórisson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar