Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

  • 26. ágúst 2022
  • Fréttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Svandís Aitken Sævarsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Herdísi Björk Jóhannsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Herdísar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn: Herdís Björg Jóhannsdóttir

Gælunafn? Ég hef alltaf verið kölluð bara Herdís

Hestamannafélag? Sprettur

Skóli? Fjölbrautaskóli Suðurlands

Aldur? 16 ára

Stjörnumerki? Krabbi

Samskiptamiðlar? Ég nota aðallega snapchat, instagram, facebook og tiktok.

Uppáhalds drykkur? Blár Kristall

Uppáhaldsmatur? Allt sem er ekki vont

Uppáhalds matsölustaður? Kentucky fried chicken

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Greys anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er erfið spurning en ef ég þyrfti að velja myndi það vera Muse og Nirvana.

Fyndnasti Íslendingurinn? Hildur Dís Árnadóttir á sín móment.

Uppáhalds ísbúð? Valdís á Hvolsvelli

Kringlan eða Smáralind? Kringlan

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Ég fæ mér alltaf Oreo, kökudeig og daim

Þín fyrirmynd? Aðalheiður Anna

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin allan daginn.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Ég reyni að einbeita mér bara að mér þegar ég er að keppa.

Sætasti sigurinn? Íslandsmeistari í tölti T1 unglinga 2022

Mestu vonbrigðin? Þegar það misheppnaðist skeiðið í A-flokknum á LM 2022

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? KR eða bara það lið sem Þorsteinn frændi minn er að spila með

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Kjark frá Árbæjarhjáleigu, því ég væri til í að keppa á honum í skeiði.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Ragnar Dagur Jóhannsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Það eru svo margir sem koma til greina að ég get eigunlega ekki valið á milli.

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi minn

Besti knapi frá upphafi? Eyrún Ýr Pálsdóttir

Besti hestur sem þú hefur prófað? Erfitt að gera upp á milli fyrir utan hestana mína sem eru náttúrulega bestir myndi ég segja Kvarði frá Pulu

Uppáhalds staður á Íslandi? Það eru svo margir sem koma til greina en hesthúsið heima er ofarleg á lista.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Ég finn til fötin sem ég ætla að vera í daginn eftir.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju varstu lélegust í skóla? Ég hef aldrei verið sterk í íslensku

Í hverju varstu best í skóla? Dönsku og Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Ég veit um svo mörg vandræðaleg augnablik að ég get ekki valið

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ég myndi taka Kolbrúnu Kötlu, Hildi Dís og Guðlaugu Birtu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er á miðstigi (5 stig) í píanó, er búinn að æfa í 5 ár. Ég fæddist líka 12 vikum fyrir tímann.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Hildur Dís Árnadóttir, ég komast að því að við erum ótrúlega líkar. Sumir segja í útliti en við erum ótrúlega líkar í hegðun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja Konráð Val hvort ég mætti leggja skeiðhestana hans

 

 

Ég skora á Kolbrún Kötlu Halldórsdóttur

 

 

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar