„Myndi spyrja LH hvort það væri ekki hægt að keppa í hindrunarstökki“

  • 21. mars 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin - Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Glódís Líf Gunnarsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Sigurbjörgu Helgadóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Sigurbjargar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Sigurbjörg Helgadóttir

Gælunafn? Sigurbjörg

Hestamannafélag? Hestamannafélagið Fákur

Skóli? Vatnsendaskóli

Aldur? Ég er fædd 2007 (14 ára)

Stjörnumerki? Vog

Samskiptamiðlar? Snapchat, instagram, Facebook og TikTok

Uppáhalds drykkur? íslenskt vatn

Uppáhaldsmatur? Hangikjöti með uppstúf

Uppáhalds matsölustaður? Ítalía

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Jane the virgin

Uppáhalds tónlistarmaður? Ég veit það ekki alveg en örugglega bara Kaleo

Fyndnasti Íslendingurinn? Raggi Hinriks hestamaður

Uppáhalds ísbúð? Skalli í árbænum

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðarber, súkkulaðiídýfa og marsipan fylltur lakkrís

Þín fyrirmynd? Mamma mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Kannski bara systir mín því hún er með svo mikið keppnisskap

Sætasti sigurinn? Úff þetta er erfitt en örugglega bara að vinna gæðingamót Fáks og Spretts 2021

Mestu vonbrigðin? Ég gleymdi að stoppa í fimi á Íslandsmótinu í fyrra það var svolítið súrt

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekki mikið með íslenska boltanum

Uppáhalds lið í enska boltanum? Fylgist ekki heldur með enska boltanum en pabbi og systir mín halda með liverpool svo ég styð þau bara

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Hrímnir frá Hrafnagili að því hann var svo náttúrulega fallegur

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Þórhildur Helgadóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Pass

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Hjörvar í Kirkjubæ að því hann er svo skemmtilegur og frábær kennari

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Elva frá Auðsholtshjáleigu

Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Horfi á einn góð þátt á Netflix

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei ekki mikið

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Örugglega Íslensku

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Ensku

Vandræðalegasta augnablik? Fór einu sinni í reiðtúr með vinkonu minni og ég datt af baki beint ofan í risa stóran drullupollur og hún hló svo mikið að mér, það var frekar vandræðalegt.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Örugglega Eydísi Ósk, Sveinbjörn Orra og systur mína hana Þórhildi

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er geggjaður bakari

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Pass

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja LH hvort það væri ekki hægt að setja hindrunarstökk inn sem keppnisgrein t.d einu sinni eða tvisvar á ári

Ég skora á Lilju Rún Sigurjónsdóttir

 

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar