Drekkur Lýsi af stút

  • 19. apríl 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin - Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Lilja Rún Sigurjónsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Sigrúnu Helgu Halldórsdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Sigrúnar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Sigrún Helga Halldórsdóttir

Gælunafn? Sigga

Hestamannafélag? Fákur

Skóli? Norðlingaskóli

Aldur? 13 ára

Stjörnumerki? Ljón

Samskiptamiðlar? Instagram, Snapchat og facebook

Uppáhalds drykkur? Vatn

Uppáhaldsmatur? Kjúklingur

Uppáhalds matsölustaður? American style

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður? Get ekki valið

Fyndnasti Íslendingurinn? Hjörvar Ágústsson

Uppáhalds ísbúð? Skalli Ögurhvarfi

Kringlan eða Smáralind? Kringlan

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, Hockey pulver og kökudeig.

Þín fyrirmynd? Mamma mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Pass

Sætasti sigurinn? Íslandsmeistari í slaktaumatölti 2019.

Mestu vonbrigðin? Þegar ég var í dauða sætinu eftir milliriðil á landsmóti 2018.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylkir

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Gefjuni frá Bjargshóli, fæ gæsahúð á drollunni.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Klárlega Arnar Máni Sigurjónsson.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Ætli það sé ekki bara ég sjálf.

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Eggert Pálsson

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Klárlega Gefjun frá Bjargshóli.

Uppáhalds staður á Íslandi? Hólar í Hjaltadal

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Fæ mér vatnsopa og loka augunum.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já fótboltanum

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Náttúru og samfélagsfræði.

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Ensku og stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik? Þau eru oftast þegar ég er með mömmu minni í almannafæri.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Söru Dís, Lilju Rún og Ástu Hólmfríði.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég drekk lýsi af stút.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Það er metnaður í Valdísi Mist Eyjólfsdóttur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja LH afhverju þau tvískiptu Íslandsmótinu.

Ég skora á Helenu Rán Gunnarsdóttir

 

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar