„Ég er líklegast bara að fara rækta rauð og bleik hross í framtíðinni“

  • 3. ágúst 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin - Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Sigrún Helga Halldórsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Helenu Rán Gunnarsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Helenu sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

 

Fullt nafn? Helena Rán Gunnarsdóttir

Gælunafn? Ekkert

Hestamannafélag? Máni

Skóli?  Njarðvíkurskóli

Aldur? 15

Stjörnumerki? Tvíburi

Samskiptamiðlar? Snapchat, instagram, Facebook

Uppáhalds drykkur? Plús

Uppáhaldsmatur? Lasagna

Uppáhalds matsölustaður? Ítalía

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Gilmore Girls

Uppáhalds tónlistarmaður? The weekend

Fyndnasti Íslendingurinn? Steindi Jr

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð Vesturbæjar

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, kiwi og smarties kurl

Þín fyrirmynd? Foreldrar mínir

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Ætli það sé ekki bara systir mín Glódís Líf

Sætasti sigurinn? Sæti í A úrslitum í tölti á rkv 2021

Mestu vonbrigðin? Enginn

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Fylgist ekki með íslenska boltanum

Uppáhalds lið í enska boltanum? Auðvitað Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Katla frá Ketilsstöðum, frábær hryssa með yfirburða gangtegundir

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Það eru margir sem leggja sitt fram og gera sitt besta

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Glódís Líf

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Björn Viðar Ellertson afi minn

Besti knapi frá upphafi? Olil Amble og Bergur

Besti hestur sem þú hefur prófað? Hef prufað marga hesta en sá sem stendur upp úr er Simbi Frá Ketilsstöðum

Uppáhalds staður á Íslandi? Sveitin

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Engu

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Íþróttum

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég var hja Olil og Berg og var að setja hross sem Bergur var á í gerði og setti það i hitt gerðið með útigangshrossunum óvart

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Svandísi , Glódísi og Kolbrúnu

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er líklegast bara að fara rækta rauð og bleik hross í framtíðinni

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Björn Viðar Ellertson, hann kemur alltaf á óvart með allskonar uppátækjum

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja?  Pass

 

Ég skora á vinkonu mína Svandísi Aitken Sævarsdóttir

 

 

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar