Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Svanhildur Hall

  • 19. febrúar 2021
  • Fréttir
25. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Þá er komið að 25. umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Birgir Leó Ólafsson sem var með fjóra rétta.

Tippari vikunnar er Svanhildur Hall hrossabóndi í Holtsmúla í Holta og Landsveit.

„Þar kom að því, að kallið kom frá honum Magga Ben um að biðja mig um að rétta aðeins við hlut kvenna í tipparaleiknum! Verð nú að viðurkenna það að áhugi minn á fótbolta felst fyrst og fremst í því að fylgjast með mínum mönnum sem eru að sjálfsögðu Manchester United, en í hreinskilni sagt, þá þykir mér eiginlega ekki síður skemmtilegt að stríða hörðustu Poolurum þegar Lifrarpollurinn klikkar eitthvað, og svo náttúrulega að fylgjast með Landsliðinu. En mér skilst, samkvæmt fjölskyldu minni, að ég missi alla stjórn, já ALLA, þegar landsleikir eru í gangi. Fer ekki nánar út í það hér, en það er ekki allt fallegt skilst mér….“

„Hvað varðar mína íþróttaiðkun þá ólst ég upp í miklu handboltabæli, eða á Seltjarnarnesinu, og á m.a.s einhvers staðar í farteskinu tvo Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum. Þessa dagana er ég svo komin yfir í blakið, þar sem keppnisskapið tekur mig oft lengra en líkamleg geta, en mikið ofboðslega er þetta samt gaman. Ég er aðeins að fikta með að ganga á fjöll sem mér finnst afar spennandi sambland af útiveru og líkamsrækt svona þegar ég þarf smá pásu frá hestunum.“

En þá yfir í boltann:

Wolverhampton 1-2 Leeds United föstudag kl 20:00
Held að Úlfarnir muni sakna Jimenez og Leeds nýti tækifærið og mæti mun hressari en í síðasta leik …. þeir vinna 2-1

Southampton 1-3 Chelsea laugardag kl 12:30
Chelsea vinnur 3 -1

Burnley 0-3 West Bromwich Albion laugardag kl 15:00
Þessi leikur fer 0 – 3 WBA með tögl og haldir

Liverpool 3-2 Everton laugardag kl 17:30
Þetta verður eitthvað, vona að Everton vinni, með okkar mann í broddi fylkingar sem skorar eitt og leggur upp annað, en er skíthrædd um að Liverpool nái að skora aðeins meira, Mané, Salah og Fermino allir með sitt hvert markið, svo þessi fer 3 – 2 fyrir Liverpool. Alveg sama þó ég sé með þennan vitlausan, þá eru svo margir feisbúkk vinir sem verður gaman að stríða.

Fulham 3-0 Sheffield United laugardag kl 20:00
Ætla ekki að eyða miklu púðri í þennan, fer 3 – 0 fyrir Fulham

West Ham United 2-2 Tottenham sunnudag kl 12:00
Held að þessi gæti orðið spennandi, og Harry Kane sýnir vonandi einhverjar sirkusæfingar í spennandi leik sem endar í jafntefli. 2 – 2

Aston Villa 0-2 Leicester City sunnudag kl 14:00
Vardy með tvær neglur sem syngja í netinu, og 2 – 0 fyrir Leicester

Arsenal 1-4 Manchester City sunnudag kl 16:30
City, ekki spurning þeir vinna 4 – 1 eða kannski stærra?

Manchester United 3-0 Newcastle United sunnudag kl 19:00
Mínir menn í Man Utd taka þetta 3 – 0 og urra sér upp í baráttunni um toppsætin í deildinni. Rashford með tvö og Fernandes eitt.

Brighton & Hove Albion 2-1 Crystal Palace mánudag kl 20:00
Brighton og Hove vinna 2 – 1

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Birgir Leó Ólafsson 4 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Tryggvi Björnsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<