Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Birgir Leó Ólafsson

  • 13. febrúar 2021
  • Fréttir
24. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að 24. umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Tryggvi Björnsson sem var með þrjá rétta.

Tippari vikunnar er Birgir Leó Ólafsson byggingartæknifræðingur og hrossaræktandi á Stangarlæk í Grímsnesi.

 

 

Spá Birgis er eftirfarandi:

 

Leicester City 0-3 Liverpool laugardag kl 12:30
Svakalegur leikur þar sem Brendan mætir uppáhaldsliðinu sínu. Nýja Liverpool vörnin mun standast fyrsta próf og Leicester menn munu ekki skora mark. Liverpool vinnur 0-3 og Wijnaldum skorar amk 2, trúlega skorar Mane þriðja markið.

Crystal Palace 0-2 Burnley laugardag kl 15:00
Sturluð staðreynd að Roy Hodgson (73 ára) er með hæsta meðalaldur leikmanna í liði sínu af öllum liðum í úrvalsdeildinni og Burnley er með næsthæstan meðaldur. Burnley með auðveldan sigur þarna, fyrri hálfleikur verður steindauður, Zaha ekki með Palace og því ekkert að frétta fyrr en Jói Berg kemur inná á 73. mín og skorar fyrra markið, fjörutíu metra banani utan af kanti, óverjandi fyrir Páfann (Nick Pope) markmann Palace. Benteke skorar svo sjálfsmark á 90. mínútu.

Manchester City 5-0 Tottenham laugardag kl 17:30
Vorkenni Mourinho að þurfa að mæta City eins og þeir hafa verið að spila undanfarið. Sergio Aguero, Ruben Dias and Rodrigo allir tiltækir hjá City eftir meiðsli. Sterling með 3 og Aguero sér um rest. Þetta verður síðasti leikur Móra með Tottenham, Tchau Mourinho eins og þeir segja í Flóanum.

Brighton & Hove Albion 0-1 Aston Villa laugardag kl 20:00
Er að fíla Villa, spila flottann bolta með Ross Barkley á miðjunni, algjör yfirburðamaður. Bæði lið hafa verið að vinna sína leiki undanfarið en segi að Villa taki þetta. Traoré með laumu úr vítateig.

Southampton 0-2 Wolverhampton sunnudag kl 12:00
Bæði lið um miðja deild, Southampton eiginlega alveg að verða búnir að jafna sig eftir United leikinn þar sem United vann heppnissigur 9-0. Southampton vann Úlfana í FA cup í vikunni 0-2 en þeir eru ekki að fara að vinna þá tvisvar í röð. Úlfarnir sýna í sér báðar tennurnar og vinna þennan leik. Neto skorar og Adama Traore gerir 200 armbeygjur áður en hann skorar úr víti.

West Bromwich Albion 1-0 Manchester United sunnudag kl 14:00
United bólan springur í þessum leik enda búnir að vera að spila yfir getu. Fernandes skorar þrjú en dómararnir eru búnir að sjá í gegnum þessa United gæja og dæma öll mörkin ólögleg. West Brom skorar beint úr hornspyrnu, De Gea var að greiða sér og sá ekki boltann fyrr en of seint.

Arsenal 3-4 Leeds United sunnudag kl 16:30
Arsenal leiðinlegasta lið deildarinnar (Sorry Hulda ) bara sextán stigum frá fallsæti að spila við annað af tveimur skemmtilegustu liðum deildarinnar. Bielsa og hans drengir heimsækja Arsenal fullir sjálfstraust enda hefur þeim gengið vel á útivelli í vetur. Leeds er óútreiknanlegt og getur spilað frábæran bolta en gleyma stundum að mæta í vörn. Spái 3-4 fyrir Leeds

Everton 3-0 Fulham sunnudag kl 19:00
Gylfi Sigurðsson hefur verið að sýna litla liðinu í Liverpool úr hverju hann er gerður , skorar og gefur stoðsendingar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður auðvelt hjá Angelotti og Gylfa. Spái 3-0 Gylfi með þrennu.

West Ham United 3-1 Sheffield United mánudag kl 18:00
Léttur heimasigur hjá Hömrunum, Jesse Lingard fer loksins að spila á eðlilegri getu enda kominn í miklu betri félagsskap. Jesse þakkar pent fyrir sig með 2 og Issa Diop fær tækifærið og tryggir sé byrjunarliðssætið í næsta leik með hörkuskalla á 43 mínútu. Sheffield skorar sárabótamark á síðustu andatökum leiksins, trúlega verður það Rhian Brewster sem skorar, Jörgen Klopp verður búinn að fá sér nokkra ískalda og kaupir Rhian aftur til Liverpool strax eftir leik

Chelsea 0-0 Newcastle United sunnudag kl 20:00
Thomas Tuchel þjálfari Chelsea missir sig á annarri mínútu og er rekinn í sturtu. Lítið annað markvert gerist og leikurinn endar 0-0.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 3 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Tryggvi Björnsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<