„Ég hef aldrei mætt óþolandi keppanda“

  • 17. október 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin á Fanndísi Helgadóttur

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Kolbrún Sif Sindradóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Fanndísi Helgadóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Fanndísi sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn?  Fanndís Helgadóttir

Gælunafn?  Fanna

Hestamannafélag? Sörli

Skóli? Áslandsskóli

Aldur? 15 ára

Stjörnumerki?  Naut

Samskiptamiðlar?  Instagram, Snapchat, Tik Tok og Facebook

Uppáhalds drykkur? Vatn

Uppáhaldsmatur?  Heimagerð grilluð  pizza

Uppáhalds matsölustaður? Tilveran í Hafnarfirði og Pure deli

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Grey’s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður? Rihanna

Fyndnasti Íslendingurinn? Glódís Helgadóttir

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð Huppu

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Þrist, daimkurl, jarðaber og heita karamellu.

Þín fyrirmynd? Mamma og pabbi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt?  Ég hef aldrei mætt óþolandi keppanda

Sætasti sigurinn? 1. sæti í T4 á Reykjavíkurmeistaramótinu

Mestu vonbrigðin? Þegar hesturinn minn missti skeifu í byrjun A-úrslita í 5g á Reykjavíkurmeistaramótinu

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? FH

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Það koma margir til greina en ég held að Hrannar frá Flugumýri yrði fyrir valinu. Einstaklega góður hestur, með frábærar gangtegundir og hefur hann gefið mörg yfirburða flott afkvæmi.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Magnús Magnússon (Maggi diskó)

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Emma Björt frænka mín

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Glódís Rún  og Védís Huld

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Hávör frá Ragnheiðarstöðum og Dimma frá Hjarðartúni alvöru gæðingar

Uppáhalds staður á Íslandi? Ragnheiðarstaðir

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei mjög lítið

Í hverju varstu lélegust í skóla? Örugglega ensku

Í hverju varstu best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Mig dettur ekkert í hug en þau eru alltof mörg

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Sigurbjörgu Helgadóttur, Eydísi Ósk Ævarsdóttur og Söru Dís Snorradóttur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég æfði píanó í 7 ár

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Árný Oddbjörg Oddsdóttir því  hún er ekki bara góð hestakona heldur er hún ótrúlega skemmtileg og góður kokkur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja guð af hverju himininn er blár og hvort að himnaríki sé í alvöru til.

 

Ég skora á Söru Dís Snorradóttur

 

 

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar