Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

  • 14. júlí 2021
  • Fréttir

Hulda að störfum

Fullt nafn: Hulda Jónsdóttir.

Gælunafn: Hulda á efri hæðinni. Skagfirðingar þekkja mig trúlega best sem helvítis verkneminn.

Starf: Dýralæknir.

Aldur: Á fertugsaldri!

Stjörnumerki: Júlífáviti.

Blóðflokkur: Tölfræðin segir O, annars hef ég ekki hugmynd um það.

Skónúmer: Við Elvar Þormarsson getum notað sömu skó

Hjúskaparstaða: Búsett með tveimur fullvaxta, bráðmyndarlegum karlmönnum sem hvorugur lítur við mér!

Uppáhalds drykkur: Garpur mysudrykkur en MBF hætti að framleiða hann fyrir 107 árum. Svo er það ekkert leyndarmál að mér finnst bjór mjög góður á bragðið

Uppáhalds matur: Það fer bara eftir því hversu svöng ég er orðin þegar ég borða, ég borða allt.

Uppáhalds matsölustaður: Mér er sama, ég borða allt.

Hvernig bíl áttu: Ég ek um á silfurlituðum breyttum Land Cruiser 120, 35″ dekk, árgerð 2003, ekinn ca. 223.165 km með tóma Leiknir 5 aftan í. Dreymir um að verða stór og sterk eins og Hjörvar Ágústsson og Helga Gunn (ekki systir Hemma Gunn) og eignast RAM.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Dr.Phil

Uppáhalds leikari: Konan sem leikur Stellu í orlofi.

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn: Villi Vill.

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Cardi B and Snoop dogg og Eminem

Uppáhalds lag: Myrkur og mandarínur, ég mæli með.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sólrún Einarsdóttir Hábæ, fokk fyndin.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Gamla ísinn.

Þín fyrirmynd: Sólrún Diego – ég vildi óska þess að ég hefði jafn gaman af þrifum og hún.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Eygló Arna, það er ekki hægt að svindla í spilum nálægt henni

Sætasti sigurinn: Þegar ég vann Ella Olsen og Eygló Örnu í olsen olsen í einu hádegishlénu síðast liðið haust

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki gengið út á Hvanneyri og náð mér í bóndason með mikinn kvóta og stóra jörð. Þá neyddist ég til að fara í áframhaldandi nám.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Það er miklu meiri stemning þegar Hrútaskráin kemur út.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Fylgist ekkert með fótbolta.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Leeds,,,,,,,,eina sem ég lærði í sögu í grunnskóla

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Röðul frá Höfðabrekku, nostalgíu dæmi.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Hlynur Guðmundsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hér ætla ég að vera sammála nöfnu minni Huldu Geirs og nefna þá fóstbræður, englabossa og dúllurassa Elvar Þormarsson og Ævar minn Örn Guðjónsson

Besti knapi frá upphafi: Elli Skrítni

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Askja frá Efstu-Grund

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Ég hef verið heppinn um ævina og fengið að prófa marga gæðinga, þ.m.t Skýr frá Skálakoti. En eftirminnilegast er þegar ég kom við í gamla Andvarahverfinu hjá vini mínum Ævari Erni, grátbólgin í framan, á leiðinni í skólann til Slóvakíu. Hann rétti mér Lexus frá Vatnsleysu, sagði mér að þetta væri besta geðlyfið, og bauð mér á bak.

Uppáhalds staður á Íslandi: Ég elska Ísland – hvern krók og kima.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Reikna hvað ég næ að sofa marga klukkutíma áður en ég þarf að vakna.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei. Ég á fullt í fangi með að fylgjast með hestamennsku.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Sundi (náði ekki grunnskólaprófinu) og ensku, og það hefur ekki skánað með aldrinum.

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Stærðfræði, efnafræði, eðlisfræði o.s.frv.

Vandræðalegasta augnablik: Það er ekki hæft til opinberrar birtingar.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki 3 hross, enga hestamenn og kæmi ekki til baka.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Ég hef eytt 67,7% æviára minna í skóla að leikskóla undanskildum

 Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Helga Gunnarsdóttir hestadýralæknir, hún er reyndar hætt að vera hestamaður. Algjörlega ólýsanleg mannvera.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Ég myndi spyrja Árna Gamla, hvað er klukkan?

Skora á Þorleif Hóli við Dalvík

 

 

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar