Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Rakel Nathalie Kristinsdóttir

  • 27. febrúar 2021
  • Fréttir
26. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að 26. umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Svanhildur Hall sem var með fjóra rétta.

Tippari vikunnar er Rakel Nathalie Kristinsdóttir læknir og hestakona frá Árbæjarhjáleigu II í Holtum.

„Jæja hvað skal segja, Maggi Ben skoraði á mig að tippa á úrslit helgarinnar í enska boltanum. Hingað til hafa boltaíþróttir ekki verið mitt sterka svið og myndi ég ekki hitta á markið þó ég stæði inn í því. En í seinni tíð hefur mér verið kennt að fylgjast með fótbolta og verð oft frekar heitt í hamsi þegar keppnisskapið tekur yfir þegar mínir menn í Liverpool spila.“

En þá að máli málanna nú reynir á spádómsgáfuna.

 

Man City 4-1 West Ham laugardag kl 12:30
Því miður er besta liðið í Manchester borg á fljúgandi siglingu núna og á því verður ekkert lát þegar þeir mæta Hömrunum í fyrsta leik umferðarinnar sem sjá aldrei til sólar.

West Brom 0-0 Brighton laugardag kl 15:00
Hef ekkert um þennan leik að segja, ætla að ryksuga meðan hann er í gangi.

Leeds 4-4 Aston Villa laugardag kl 17:30
Markaleikur sem endar með jafntefli. Marco Bielsa situr sem fastast á fötunni og sýnir engin svipbrigði og lærvöðvarnir á Jack Grealish sjást vel í leikslok.

Newcastle 0-2 Wolves laugardag kl 20:00
Portúgalskt þema sem skilar sigri öruggum sigri.

Crystal Palace 1-2 Fulham sunnudag kl 12:00
Fulham með sterkan sigur í fallbaráttunni.

Leicester 3-1 Arsenal sunnudag kl 12:00
Nú erum við komin á kunnulegar slóðir með mína uppáhaldsmenn við stjórnvölin Brendan Rodgers og kóalabjörninn Kolo Toure, what a wonderful human being. Með þessa tvo við stjórnvölin halda þeir sigurgöngunni áfram og hala inn mikilvægum stigum á móti Twilight leikaranum Arteta.

Tottenham 0-1 Burnley sunnudag kl 14:00
Tvö varnarsinnuð lið sem bjóða upp á ekkert nema leiðindi og baráttu. Burnley stelur sigri í uppbótartíma og Móri sparkar í vatnsbrús og lemur boltastrákinn. Verður rekinn í kjölfarið og þarf að fara að huga að öðrum atvinnumöguleikum enda kominn á endastöð.

Chelsea 3-2 Man Utd sunnudag kl 16:30
Hörku skemmtilegur leikur sem mun enda með liðssigri Chelsea og franska fyrirsætan Oliver Giroud setur upp flugeldasýnginu og sýnir Bruno Fernandes hvernig á að gera þetta.

Sheffield Utd 0-4 Liverpool sunnudag kl 19:15
Loksins loksins ná mínir menn að sýna sitt rétta andlit eftir óþolandi langa erfiðleikatörn. Hollenski vinnuhesturinn Wijnaldum verður allt í öllu í fjarveru okkar trausta fyrirliða og setur fyrsta markið.

Everton 1-2 Southampton mánudag kl 20:00
Danny Ings með tvö mörk fyir Southampton og bláliðum er kippt niður á jörðina eftir alltof góða ferð á Anfield.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Birgir Leó Ólafsson 4 réttir

Svanhildur Hall 4 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Tryggvi Björnsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<