„Aldrei fengið mér bragðaref“

  • 21. október 2021
  • Fréttir
Hin hliðin - Telma L. Tómasson

Fullt nafn: Telma Lucinda Tómasson

Gælunafn:Títí

Fæðingardagur og ár: Á maður að muna það?

Hjúskaparstaða: Sjálfstæð

Menntun: Stjórnmálafræði frá HÍ og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum

Starf: Frétta- og dagskrárgerðarmaður, þjálfari, hringtaumsnördi og alls konar annað.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fatahönnuður eða leikkona en helst veðreiðaknapi í útlöndum.

Hestamannafélag: Fákur

Stjörnumerki: Ljón

Skónúmer: 38

Hvernig bíl áttu: Nissan Navara og svo nota ég Cube fjallahjólið mitt líka sem samgöngutæki.

Klukkan hvað ferðu á fætur: Um sjö, plús mínus.

Uppáhalds árstími: Allar árstíðir eru uppáhalds, lífið er skemmtilegt.

Te eða kaffi: Kaffi, absalút.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ekki hugmynd, hef aldrei fengið mér bragðaref.

Uppáhalds drykkur: Íslenskt blávatn og bleikt búbblí (mjög mikilvægt að það sé bleikt).

Uppáhaldsmatur: Humar.

Uppáhalds matsölustaður: Allar mathallir.

Besta lyktin: Af fyrsta kaffibolla dagsins.

Versta lyktin: Oj, þarna dettur mér ýmislegt í hug.

Bað eða sturta: Sturta, allan daginn.

Þín fyrirmynd: Börnin mín.

Lífsmottó: Lífsmottóin mín eru tvö: 
1. Happy needs no filter. 
2. Go. (Mjög einfalt mottó, virkar 100% og er notað þegar á mig sækir frestunarárátta – prófið bara næst þegar þið nennið ekki einhverju en verðið samt…).

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Kristinfræði.

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Tungumálum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttir (á Stöð 2 sérstaklega).

Uppáhalds leikari: Joaquin Phoenix.

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Þau eru mörg, en Ólafur Arnalds er af öðrum heimi.

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Þau eru líka mörg, David Bowie er bestur allra tíma en mér finnst Billie Eilish einstök.

Uppáhalds lag: Úff, gat bara ekki fundið eitthvað eitt.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Það eru mörg svoleiðis, en Uptown Funk er eitt af þeim.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn ber höfuð og herðar yfir aðra fyndna.

Uppáhalds staður á Íslandi: Landmannalaugar.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hvannadalshnjúkur.

Hvað finnst þér vanmetið: Heiðarleiki.

En ofmetið: Peningar.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ekki hugmynd.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Ajax… sko, ég er Hollendingur. Hvurslags spurning er þetta.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Mikil samkeppni um þessa útnefningu.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Fallegasti knapinn hverju sinni er sá sem nær að mynda einstakt samband við hestinn sinn.

Besti knapi frá upphafi: Það eru margir knapar sem hægt er að líta upp til, enginn fullkominn en öll hafa lagt til svo margt til framþróunar hestamennskunnar. Mig langar að minnast Reynis Aðalsteinssonar sem hafði einstaka tilfinningu fyrir hestinum.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Stöðugt koma fram nýjar súperstjörnur, ég hrífst af þjálni, mýkt og léttleika.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Baron frá Bala 1, ég græt mig ennþá í svefn yfir honum.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hestadellufólk fær eðlilega kvíðakast þegar svo stórt er spurt, en Stáli frá Kjarri væri mitt val. Orka, mýkt, léttleiki, fjör – fékk í hnéin þegar hann var sýndur á LM 2006.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tennis, fimleikum, hjólreiðum og já reyndar finnst mér gaman að horfa á flestar íþróttir, síst þó boltann, boccia og krullu.

Við hvað ertu hrædd/ur: Mikla hæð og kalt djúpt vatn.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Hjörvar Ágústsson sem næstum því hafði af mér efsta sætið í tölti atvinnumanna í Suðurlandsdeildinni um árið. En nei, ég er bara að plata, hann er yndislegur, eins og flestir aðrir knapar á keppnisvellinum.

Sætasti sigurinn: Sætasti sigurinn er að vita að hesturinn minn sé vel undirbúinn fyrir hverja þá þraut sem lögð er fyrir hann, hann virki eins og lagt var upp með fyrir keppni og komi úr braut sterkur og sjálfsöruggur, tilbúinn að halda áfram eftir hvíld.

Mestu vonbrigðin: Ég sjálf ekki að standa mig.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Hrútaskráin. Djók.

Mesta afrek þitt í lífinu: Að fara mínar eigin leiðir og fylgja innsæinu.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Hugsaðu áður en þú framkvæmir.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka tölvunni.

Vandræðalegasta augnablikið: Þau eru absalút tvö og tengjast vinnu minni í fréttunum. Annað er þegar (ekki svo huggulegur) vinnufélagi minn mætti ber að ofan í hjóðstúdíó þegar ég var að lesa andlátsfrétt. Hann var neyðarlega hallærislegur. Það munaði mjög, mjög litlu að ég færi að hlæja (sem hefði eiginlega verið brottrekstrarsök). Og hitt er þegar ókunnugur viðmælandi minn hrósaði flotta símanúmerinu mínu og ég missti af einhverjum óskiljanlegum ástæðum út úr mér að það hefði ég ekki fengið með því að sofa hjá forstjóranum. Þögn á hinum endanum, en svo sagði maðurinn fyrir rest: mikið er ég glaður að vita það, hann er nefnilega besti vinur minn.

Ætlar þú á Landsmót 2022: Lof mér að hugsa…

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hinna Braga, hann heldur uppi húmornum og temur villihestana á eyjunni, Huldu Gústafs því hún er frábær kokkur og myndi drekka með mér allt búbblíið sem skolaði upp á ströndina og svo Palla Briem af því hann er yndisleg manneskja, gæti reddað öllu og smíðað handa okkur hús. Það færi ekki illa um okkur meðan við biðum eftir björgun.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Tilviljun réði því að ég er alin upp á Íslandi. Fjölskyldan var á leið frá Hollandi til Höfðaborgar í Suður-Afríku þegar örlögin gripu í taumana. Lífið hefði eflaust þróast á mjög svo annan veg ef fyrri áætlanir hefðu gengið eftir.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Vinir mínir Hinni Braga og Hulda Gústafs koma mér stöðugt á óvart, en þeim kynntist ég árið 2006 og þau hafa verið mitt bakland síðan í einu og öllu hvað viðkemur hestamennskunni. Það er ekki sjálfgefið að þekkja toppfólk í bransanum, hafa alltaf aðgang að því og mæta jákvæðni og góðum hug. Þarna kem ég bara aldrei að tómum kofanum. Svo er það Mette Mannseth sem er stöðug uppspretta nýrra hugmynda að leiðum í þjálfun hesta. Hún er jákvæð, talar vel um alla, er jafnramt galopin fyrir hugmyndum annarra og mjög ,,uppátækjasöm”, allt mikilvæg atriði nauðsynleg faglegri þróun hestasamfélagsins. Alltaf er sérstaklega skemmtilegt að læra af Mette og vinna með henni. Þetta fólk eru mér miklar fyrirmyndir.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ég myndi spyrja hestinn minn hvernig við gætum unnið betur saman og hvað honum fyndist nú um allt þetta brölt mannsins með hann.

Hvað ætlar þú að gera um helgina: Ég ætla að stinga af til Spánar, sleikja sólina og eiga gæðastundir með vinkonu minni Súsönnu Sand Ólafsdóttur og fjölda skemmtilegs hestafólks. Hlaupa á ströndinni, taka kannski einn reiðtíma og svo bara vera almennt löt.

Ég skora á Sylvíu Sigurbjörnsdóttur

 

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar