Ætlaði að verða tannlæknir eða flugumferðarstjóri

  • 14. október 2021
  • Fréttir

Hulda og Hinrik við Dettifoss í sumar

Hin hliðin - Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er það Hulda Gústafsdóttir útflytjandi, afreksknapi og reiðkennari sem situr fyrir svörum.

Fullt nafn: Hulda Gústafsdóttir

Gælunafn: voða erfitt að stytta Huldunafnið….. svo nei, ekkert svoleiðis. Hinni reyndar kallar mig svo margt að þessi grein dugir ekki til, Hulda stína hopparahæna finnst honum t.d. mjög fyndið

Fæðingardagur og ár: 5. mars 1966

Hjúskaparstaða: Gift þessum líka fína kalli

Menntun: Stúdentspróf frá MR og viðskiptafræðinám við HÍ

Starf: Stutta svarið er hestakona. Langa svarið er hrossaútflytjandi, reiðkennari, keppniskona, hrossaræktandi, félagsmálakona og örugglega eitthvað fleira.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Klárlega ekki hestakona, mínir draumar náðu ekki yfir það, það var of fjarstæðukennt. Tannlæknir eða flugumferðarstjóri komu sterklega til greina

Hestamannafélag: Fákur

Stjörnumerki: fiskur

Skónúmer: 39-40

Hvernig bíl áttu: haha, spurnig hver á bílana á þessu heimili. En hér eru Ford sem ég keyri mikið með útflutningshesta í eftirdragi og svo Range Rover

Klukkan hvað ferðu á fætur: kl 7.30-8

Uppáhalds árstími: Enginn einn, finnst allir árstimar hafa sinn sjarma.

Te eða kaffi: hvorugt eiginlega, Pepsi max er best

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: banana, jarðarber og daim

Uppáhalds drykkur: búin að nefna pepsi max. Ætli léttvín í báðum litum fylgi ekki þar á eftir?

Uppáhaldsmatur: ég er hrikalegur sælkeri, væri fljótlegra að telja upp það sem ég borða ekki. En gott íslenskt lambafillet er sennilega mjög ofarlega á lista.

Uppáhalds matsölustaður: vá, þessi er erfiður. Til orðið svo mikið af góðum stöðum…. Grillmarkarðurinn er alltaf æði og Við Fjöruborðið á Stokkseyri.

Besta lyktin: nýslegið gras

Versta lyktin: ælulykt…

Bað eða sturta: Sturta, miklu fljótlegra

Þín fyrirmynd: Allt unga fólkið í hestamennsku í dag. Dauðöfunda þau af hvað þau fá að læra mikið snemma, hluti sem við þurftum að leita að og fikta okkur áfram með og lærðum fyrst fyrir örfáum árum. Verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun í reiðmennsku og þjálfun

Lífsmottó: Daginn sem ég held ég kunni allt, fer mér að fara aftur. Reyni að fylgja því og halda áfram að læra og fylgjast með

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: var nú bara ágæt í skóla, svo það var ekkert sérstakt

Í hverju varstu bestur/best í skóla: sama hér, erfitt að pikka út.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Finnst Ráðherrann algert æði.

Uppáhalds leikari: Ólafur Darri

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Ásgeir Trausti og Bríet og fleiri og fleiri…. Vá, það er svo mikið af flottu íslensku tónlistaafólki

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Ed Sheeren held ég bara

Uppáhalds lag: til dæmis Lost on you með LP. En voða erfitt að pikka eitt út.

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: hehe, veit ekki. Bara fullt af lögum. Svona helst eitthvað létt og kátt.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn og Hinni

Uppáhalds staður á Íslandi: Árbakki og Dynjandi við Arnarfjörð

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: þeir eru svooo margir, á Íslandi og erlendis. Held að erlendis sé uppáhaldstaðurinn minn Semriach hjá vini mínum Piet Hoyos. Eins og sitja inni í póstkorti

Hvað finnst þér vanmetið: Jákvæðni

En ofmetið: Mont og raup og mikilmennskutaktar.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: fylkir

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United, ekki spurning

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það eru svo ótrúlega margir ungir flottir knapar í gangi, ekki nokkur leið að pikka einn út.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Sama hér, hestamenn eru gullfallegt fólk upp til hópa.

Besti knapi frá upphafi: Hinrik Bragason

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Ég kynnist og reið Óði frá Brún, hann var ekki fallegastur en svakalegur gæðingur.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Prófað hef ég marga og þar á meðal hann Óð en þegar ég hugsa til baka, þá hefði ég viljað hafa Kiljan frá Holtsmúla lengur

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ætli það séu ekki einhver af gömlu hestunum mínum og okkar. Sveigur, Kjuði, Kiljan, List, Askur, Birkir, Aron frá Strandarhöfði. Erfitt að velja. Er samt alltaf meira upptekin af þeim verkefnum sem ég er með eða eru í bígerð en því sem liðið er. Og þar er ýmislegt spennandi í gangi.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: já, ég neyðist nú til þess, hér er bolti í sjónvarpinu á hverjum einasta degi. Svo já, fótbolta, handbolta, körfubolta. Sumt með glöðu geði, annað ekki eins vinsælt

Við hvað ertu hrædd/ur: Að missa fólkið mitt

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: hmm, finnst þeir allir fínir. Hver á sinn hátt.

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratilitll í fimmgangi 2016 á Birki frá Vatni

Mestu vonbrigðin: Búin að steingleyma þeim. Tem mér ekki að dvelja lengi við vonbrigðin, reyni að læra af þeim og horfa fram á við

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: hehe, stóðhestabókin allan daginn

Mesta afrek þitt í lífinu: Að hafa komið börnunum mínum til manns, finnst þau alveg ágætlega heppnuð bara

Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að vera þolinmóður í þjálfun, það er lykilatriði. Við erum alltaf að flýta okkur en þolinmæðin er svo ótrúlega mikilvæg. Mér hefur tekist að tileinka mér það ágætlega í þjálfun, miklur betur en ef t.d. einhver tækni ekki virkar, þá missi ég þolinmæðina á örskotsstundu ☺

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Skoða fj símann…. Veit maður á ekki að gera það….

Vandræðalegasta augnablikið: Á LM 2012 í Rvk var ég að ríða úrslit í B flokki á Sveig frá Varmadal, þeim mikla gæðingi. Fékk fyrir mótið lánaðan Fáksjakka sem hafði verið lengi ónotaður. Töluþráðurinn orðinn fúinn og og í hita leiksins þegar allt var á fullu, byrjuðu tölurnar að skjótast af. Endaði með eina tölu. Hinni og Gústi biluðust úr hlátri á hliðarlínunni. Félagar mínir í úrslitunum voru svo að tína upp tölurnar af vellinum þegar við stigum af baki á meðan tölurnar voru lesnar upp. Óborganlegt móment ☺

Ætlar þú á Landsmót 2022: hvernig spyrðu, að sjálfsögðu

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hinna, hann á alltaf góð ráð við öllu, líka því sem hann hefur ekki hundsvit á, Telma Tómasar kæmi með bleikar búbblur fyirr okkur og Edda Hrund sæi um góða tónlist. Gæti ekki klikkað.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Er fyrrverandi Íslandsmeistari í júdó

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Þeir eru margir, satt að segja, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. En eru flestir bestu skinn.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Nú er ég bara orðlaus. Hef ekki hugmynd…..

Hvað ætlar þú að gera um helgina: Liggja í sólbaði á Tene

 

Ég skora á Telmu L. Tómasson

 

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar