„Ég æfði samkvæmisdans mjög lengi og á nokkra titla þar“

  • 18. nóvember 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin á Kötlu Sif Snorradóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Sara Dís Snorradóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Kötlu Sif Snorradóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svörin frá Kötlu Sif sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Katla Sif Snorradóttir

Gælunafn? Katla

Hestamannafélag? Sörli

Skóli? Hólaskóli

Aldur? 20

Stjörnumerki? Fiskur

Samskiptamiðlar? Instagram, Facebook & Snapchat.

Uppáhalds drykkur? Grænn kristall, í dós (mjög mikilvægt)

Uppáhaldsmatur? Jólamatur

Uppáhalds matsölustaður? Kenny

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Bold and the Beautiful

Uppáhalds tónlistarmaður? Herra Hnetusmjör

Fyndnasti Íslendingurinn? Jón Gnarr

Uppáhalds ísbúð? Brynja

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Mars, hindber og kókosbollu.

Þín fyrirmynd? Mamma og pabbi.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Man ekki eftir neinum svo slæmum.

Sætasti sigurinn? Þegar ég keppti í fyrsta skipti á Gusti mínum 10 ára og við unnum tölt á Tommamótinu.

Mestu vonbrigðin? Að það sé ekki Kenny á Sauðárkróki.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? FH

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Sæþór frá Stafholti.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Sara Dís Snorradóttir.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Anna Björk Ólafsdóttir.

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Þorsteinn Eyjólfsson.

Besti knapi frá upphafi? Jóhann R. Skúlason.

Besti hestur sem þú hefur prófað? Gustur frá Stykkishólmi, algjör snillingur.

Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið mitt.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Leggst í læsta hliðarlegu og sofna.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Aðeins handbolta.

Í hverju varstu lélegust í skóla? Mæta á réttum tíma á morgnanna.

Í hverju varstu best í skóla? Stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik? Myndi ekki detta til hugar að skrifa þau hérna.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ég myndi taka Jódísi Helgu, Bergey og Hrund. Það væri stanslaust stuð.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég æfði samkvæmisdans mjög lengi og á nokkra titla þar.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Þorsteinn Eyjólfsson, alvöru stuðningsmaður og alltaf mættur í brekkuna að fylgjast með.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Myndi spyrja Didda hver væri besti hestur sem hann hafi farið á.

 

Ég skora á Bergey Gunnarsdóttir

 

 

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar