Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Ólafur Árnason

  • 6. mars 2021
  • Fréttir
27. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að 27. umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Rakel Nathalie Kristinsdóttir sem var með tvo rétta.

Tippari vikunnar er Ólafur Árnason dómari

„Verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið að fylgjast mikið með Ensku Covid deildinni í ár. Auðvitað fylgist maður aðeins með stórliði Liverpool en annars er lítið að marka svona áhorfendalausa æfingaleiki. Það sést best á því að eingöngu lið sem eru vön að spila fyrir hálftómum og stemninglausum völlum, eru nú að raða sér í efstu sætin í deildinni.“

En þá að spánni:

Burnley 1–2 Arsenal laugardag kl 12:30
Tvö af íslendingaliðunum í deildinni. Jói Berg vonandi mættur á nýjan leik og kemur sér í leikæfingu fyrir komandi landsleiki. En það verður ekki alveg nóg gegn Rúnari Alex og félögum sem eru í góðum gír

Sheffield United 0–2 Southampton laugardag kl 15:00
Sheffield unnu reyndar síðasta leik, en eru ekkert að fara að spila í þessari deild á næsta ári. Danny Ings nær í skóna sem hann fékk þegar hann var hjá Liverpool og setur 1 í þessum leik en Brewster nær ekki að skora fyrir Sheffield

Aston Villa 1–1 Wolverhampton laugardag kl 17:30
Aston Villa er aðeins að missa flugið en fá vonandi Grealish til baka úr meiðslum. Traore ber á sig “baby oil” og sleppur í gegn. Úlfarnir sem fá stuðning frá Hirti Bergstað og tengdamóður hans sem dugar til að ná stigi.

Brighton & Hove Albion 1-0 Leicester City laugardag kl 20:00
Enginn Maddison og enginn Barnes hjá Leicester sem lenda í vandræðum. Vardy fær sér orkudrykki og súkkulaði fyrir leik, en það mun ekki verða nóg. Brighton tryggir sér 3 stig í fallbaráttunni.

West Bromwich Albion 1-1 Newcastle United sunnudag kl 12:00
Kiddi Bjarni sleppir Cross fit tíma og mun bíða spenntur eftir þessum mikla stórleik tveggja röndóttra liða. Stórmeistarajafntefli.

Liverpool 2–0 Fulham sunnudag kl 14:00
Set á mig legghlífarnar og fylgist með upphafinu að sigurgöngu stórveldisins., Erfiður heimavöllur mun ekki hindra þá frá því að krækja í 3 stig

Manchester City 0-0 Manchester United sunnudag kl 16:30
Litla og stóra liðið í Manchestar takast á. Sama stemning á Ethiad eins og undanfarin ár, svo að City finna sig vel þar en Utd nær að hægja á þeim.

Tottenham 2-0 Crystal Palace sunnudag kl 19:15
Bale komin úr kæliskápnum hjá Móra og sýnir gamla takta. Hodgson hefur enn martraðir um að Kolbeinn Sigþórs sé að mæta á teiginn og stillir bara upp varnarsinnuðu liði. Dugar samt ekki til og Móri fer glaður heim

Chelsea 1–1 Everton mánudag kl 18:00
Ekki teknir miklir sénsar í þessum leik. Öll áhersla á að tapa ekki og því falla leikmenn og þjálfara í faðma eftir leik, ánægðir með að skipta stigunum á milli sín.

West Ham United 1-3 Leeds United mánudag kl 20:00
Hlaupagikkir Leeds liðsins skila WH eftir í rykinu.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Birgir Leó Ólafsson 4 réttir

Svanhildur Hall 4 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Tryggvi Björnsson 3 réttir

Rakel Nathalie Kristinsdóttir 2 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<