„Ég er háð extra tyggjói“

  • 10. desember 2022
  • Fréttir
Yngri hliðin á Hrund Ásbjörnsdóttir
Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.
Bergey Gunnarsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Hrund Ásbjörnsdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Hrund sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Hrund Ásbjörnsdóttir

Gælunafn? Hrund

Hestamannafélag? Fákur

Skóli? Háskólinn á Hólum

Aldur? 19 ára

Stjörnumerki? Tvíburi

Samskiptamiðlar? Snapchat, Instagram og Facebook

Uppáhalds drykkur? Blár kristall í dós

Uppáhaldsmatur? Kjöt í karrý – a la amma

Hvað er í jólamatinn hjá þér? Humarsúpa, hamborgara hryggur og svo eru 2 eða 3 eftirréttir

Uppáhalds matsölustaður? Sushi Social

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður? Friðrik Dór

Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Ég veit að þetta er skrítið en ég fæ mér rice krispies, snickers kurl og kókosbollu

Þín fyrirmynd? Mamma og pabbi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Enginn sem ég man eftir

Sætasti sigurinn? Íþróttamót sleipnis í fyrra þegar ég var í A-úrslitum í T1 og við vorum 3 jafnar í 1-3 sæti og ég endaði í 1 sæti eftir sætaröðun dómara

Mestu vonbrigðin? Að það skuli ekki vera almennileg ísbúð á króknu

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Ekki neitt þar sem ég veit rosalega lítið um fótbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool bara fyrir pabba

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ég myndi vilja geta fengið Sæma minn aftur til Íslands, hann var einstakur vinur sem er sárt saknað

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Það eru margir efnilegir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Agatha Elín Steinþórsdóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Pabbi, þegar ég næ honum í hnakkinn og í góðan reiðtúr

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað? Biskup frá Ólafsvöllum, 4 vetra graðhesturinn hans pabba er lúmskt skemmtilegur og kem yfirleitt alltaf glöð úr reiðtúr

Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Reyna að muna stilla margar vekjaraklukkur og setja símann í hleðslu áður en ég sofna

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Get nú ekki sagt það

Í hverju varstu lélegust í skóla? Sögu og dönsku

Í hverju varstu best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Veit ekki hvort ég ætti eitthvað að vera segja það

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Kötlu Sif, Söru Dögg og Bergey, það væri brjáluð stemming allan tíman og aldrei dauð stund

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er háð extra tyggjói

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Katla Sif Snorradóttir, þegar við erum saman endar það oftast í einhverjum fíflagangi og hlátursköstum

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja þau sem eiga Huppu hvort það væri ekki tilvalið að opna ísbúð á króknum

 

Ég skora á Söru Dögg Björnsdóttur

 

 

 

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar