„Ég var á sínum tíma forfallin stökkkappreiða “fíkill”

  • 29. október 2021
  • Fréttir
Hin hliðin - Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er það Sylvía Sigurbjörnsdóttir tamningakona, þjálfari, reiðkennari og dýravinur sem situr fyrir svörum.

 

Fullt nafn: Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Gælunafn: Sía, Sylvó, Sylvaníó

Fæðingardagur og ár: 21.ágúst á síðustu öld

Hjúskaparstaða: Sambúð

Menntun: Útskrifuð sem tamningakona, þjàlfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum

Starf: Sjálfstæð hestakona og dýravinur

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fyrst og fremst hestakona svo ætlaði ég einnig að verða leikari og fornleifafræðingur.

Hestamannafélag: Fákur

Stjörnumerki: Ljón

Skónúmer: 37.5

Hvernig bíl áttu: Dodge Ram Limited og Subaru Forester

Klukkan hvað ferðu á fætur: Rétt fyrir 7

Uppáhalds árstími: Sumarið og fallegt haust, vor og vetur… gott væri að geta sleppt grámyglunni og hráslagaveðrinu (vorkenni hestunum)

Te eða kaffi: Ég er teari 🙂 hef aldrei drukkið kaffi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bláber, bounty, smartískurl

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhaldsmatur: Hjá mömmu hún er göldrótt í matseld, Árni er frábær í grillmatnum og svo finnst mér Tælenskur matur góður.

Uppáhalds matsölustaður: Ban Thai

Besta lyktin: Heyskapur. Hásumar þar sem gróðurinn, jurtirnar og blómin eru á sínum hátindi.

Versta lyktin: Ælulykt og skítafýla er ofarlega á lista

Bað eða sturta: Sturta

Þín fyrirmynd: Hægt að líta upp til margra með mismunandi pælingar. Hvort sem það eru hestarnir, lífið, andleg og líkamleg heilsa eða annað.

Lífsmottó: Vera ég sjálf. Vera góð og heiðarleg manneskja

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Engu sérstöku, ég var með metnað fyrir því að standa mig í öllu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Ætli það sé ekki eh hestatengt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin

Uppáhalds leikari: Leonardo DiCaprio

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Margir frábærir, held alltaf mikið uppá Villa Vill, Ellý, Bubba, Emilíönu Torrini, KK, Helga Björns

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Freddi Mercury, Eminem, Bob Marley, Johnny Cash, Eivör, MJ, EP ofl

Uppáhalds lag: Mörg…það þarf að vera uppáhalds lag  fyrir stemmninguna sem á við hverju sinni

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Vertu þú sjàlfur

Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi og Pétur Jóhann sem Ólafur Ragnar

Uppáhalds staður á Íslandi: Sérstakur staður á Oddhóli.

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ísland á svo marga einstaklega fallega staði sem hreyfa við manni.

Hvað finnst þér vanmetið: Jákvætt viðhorf

En ofmetið: Samfélagsmiðlarnir, allt er gott í hófi.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: pass

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Margir álitlegir og efnilegir knapar til. En hestamaður/kona er ekki bara sá sem er góður í keppni heldur hestamanneskja af lífi og sál með fallegt og gott viðhorf fyrir hestinum. Sambland af brennandi áhuga, fórnfýsi, eftirfylgni, reiðfærni og natni í allri umönnun. Það finnst mér heillandi.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Árni og Sara systir mín er gordjöss

Besti knapi frá upphafi: ef við lítum til keppnisknapa þá talar árangur sínu máli með pabba fremstan svo er Árni kynngimagnaður og fjölhæfur knapi. En svo eru líka til fleiri snillingar sem eru bara ekki eins ákafir í að keppa en eru náttúrubörn og frábærir hestamenn/konur. Hestamennska er alls konar snýst bara um í hvaða átt við erum að líta til.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Það er enginn einn sem stendur uppúr heldur mismunandi gæðingar sem hafa glatt augað og hjartað.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég held alltaf mest uppá Grun minn við eigum saman ógleymanlegar stundir. Það er þessi leyniþráður á milli okkar.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Grun ungan og heilbrigðan fola

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég hef gaman af mörgum íþróttagreinum.

Við hvað ertu hrædd/ur: Missa mína nánustu

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ætli það sé ekki pabbi! það er ansi erfitt að vinna hann..

Sætasti sigurinn: Sigur í 300m stökki á LM2002 og 5g Meistaradeild 2014

Mestu vonbrigðin: Ég veit að maður á ekki að tala beint um vonbrigði því allt mótar þetta mann og styrkir. En ef ég gæti tekið eitthvað til baka þá er það slysið sem ég lenti í á kappreiðabrautinni fyrir mörgum árum. Ég var ótrúlega heppin því þetta var alvarlegt slys. Þarna lærði ég dýra lexíu að maður á að hlusta á sitt eigið  innsæi (go with your gut feeling)

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin, ég hef ekki komist í að glugga í Hrútaskránna, þannig það er ennþá von !

Mesta afrek þitt í lífinu: Heppin að fá að vera til.

Besta ráð sem þér hefur verið gefið:
Taktu ekki níðróginn nærri þér
Það næsta gömul er saga
að lakasti gróðurinn ekki það er
sem ormarnir helst vilja naga

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum og reyni að slaka á og róa hugann

Vandræðalegasta augnablikið: Ég á mörg og reyni að gleyma þeim jafnóðum. En ég get verið ómannglögg með eindæmum !

Ætlar þú á Landsmót 2022: Ef allt gengur eftir þá að sjálfsögðu mæti ég.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég held uppá fjölskylduna mína og marga hestamenn. En ef ég ætlaði að komast af eyjunni þá myndi Styrmir bróðir minn verða fyrir valinu, hann er þessi náungi sem getur allt.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Ég var á sínum tíma forfallin stökkkappreiða “fíkill”. Valið stóð á tíma á milli þess að fara erlendis í kappreiðaskóla eða hérlendis í Hólaskóla

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Kári Stefánsson hrossaræktandi og vinur minn hefur stutt mig og peppað.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ég myndi spyrja æðri máttarvöldin afhverju það þarf virkilega að vera þannig að dýrin okkar eiga mun styttri ævi en við mannfólkið eigum oftast möguleika á.

Hvað ætlar þú að gera um helgina: Helgin verður róleg þar sem það er ekki keppnistímabil í gangi. Ég geri mér örugglega dagamun og fer á hestbak, vonandi eiga gæðastundir með góðu fólki. Kannski ætti ég að leggjast í pælingar og ná mèr í Hrútaskránna …

 

Ég skora á Hrafnhildi Þorsteinsdóttur sem er einstök perla.

 

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar