„Með margar góðar gráður sem skólar gætu ekki kennt“

  • 13. nóvember 2021
  • Fréttir
Hin hliðin - Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er það Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir hestakona og alifuglabóndi.

 

Fullt nafn: Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Gælunafn: Sylvía og Árni Björn kalla mig Hrafen

Fæðingardagur og ár: 22 apríl á síðustu öld

Hjúskaparstaða: Gift

Menntun: Með margar góðar gráður sem skólar gætu ekki kennt. Sú dýrmætasta er að vera góð móðir.

Starf: Alifuglabóndi og margt fleira

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Hestakona með blandaðan búskap en fyrst og fremst hross

Hestamannafélag: Fákur

Stjörnumerki: Naut

Skónúmer: 39

Hvernig bíl áttu: Ford F 350 og Audi A6

Klukkan hvað ferðu á fætur: Um kl 7

Uppáhalds árstími: Vorið. Það minnir mig alltaf á það fallega í lífinu, þegar allt lifnar við.

Te eða kaffi: Alltaf te

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Aldrei keypt bragðaref

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhaldsmatur: Mamma mín gerði besta mat í heimi

Uppáhalds matsölustaður: Gandí. Indverskur matur á heimsmælikvarða í 101

Besta lyktin: Ný slegið grass

Versta lyktin: Pass

Bað eða sturta: Sturta

Þín fyrirmynd: Foreldrar mínir. Þvílíkar fyrirmyndir. Heiðarleg og komu eins fram við alla.

Lífsmottó: Hvernig líf ætlar þú að eiga ef þú hugsar bara um hvað aðrir halda um þig?

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Eðlisfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Náttúrufræði

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Exit þættirnir

Uppáhalds leikari: Gísli Marteinn, djók

Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Villi Vill og Ellý

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Lana del rey

Uppáhalds lag: Get ekki valið eitt

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eitthvað með GusGus

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi og Sóli Hólm

Uppáhalds staður á Íslandi: Hvergerði

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ásbyrgi

Hvað finnst þér vanmetið: Einlægni

En ofmetið: Sjálfumglatt fólk

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: pass

Uppáhalds lið í enska boltanum: pass

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Anna María Bjarnadóttir frænka mín frá Dufþaksholti.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Allt hestafólk er fallegt

Besti knapi frá upphafi: þetta er mjög erfið spurning því hún er mjög yfirgripsmikil. Það eru svo margir frábærir knapar. Sumir sýnendur og aðrir þjálfarar bak við tjöldin. Ég ætla bara að nefna Þorvald Árna, Sylvíu Sigurbjörns og Gylfa Gunnars, þau eru öll í mínum huga með þetta frá náttúrunnar hendi

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Gýmir frá Vindheimum

Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég verð að segja nokkra, Ægi minn frá Svínhaga, Kolbak frá Lágafelli, Óðinn frá Köldukinn, Galsa frá Bæ, Ljóra frá Ketu og Fleyg frá Kirkjubæ.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ægi, besti hestur sem ég hef átt. Sé alla tíð eftir því að hafa selt hann. Hann er í góðum höndum og lifir góðu lífi.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fimleikum

Við hvað ertu hrædd/ur: Missa mína nánustu

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Diddi Bárðar því það var oft erfitt að vinna hann. Ef hann færi á þing væri hann bestur. Fjölhæfari manni hef ég ekki kynnst. Ótrúlegur.

Sætasti sigurinn: Þegar við Ægir urðum Suðurlandsmeistarar í Meistaraflokki í fyrsta sinn í fjórgangi.

Mestu vonbrigðin: Ó boy, mestu vonbrigði sem gátu bara skrifast á mig. Íslandsmót árið 2000. Ég og Ægir vorum í svaka formi í meistaraflokki í fjórgangi á Íslandsmóti. Kláruðum forkeppnina og brekkan klappaði. Klappið fór síðan yfir í öskur og óp … við áttum sennilega okkar besta móment en ég gleymdi að hægja niður … sýningin dugði okkur í 3 sæti en útkoman var 0. Ég hægði ekki niður. Í brekkunni sat ég döpur. Einar heitin Ragnars dómari kom til mín og sagði, þar fór Íslandsmeistaratitilinn.

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin

Mesta afrek þitt í lífinu: Að hafa eignast Sögu mína

Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Vertu þú sjálf

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Reyni að slaka á

Vandræðalegasta augnablikið: Ómannglögg með eindæmum og ekki hjálpa grímurnar.

Ætlar þú á Landsmót 2022: Já ekki spurning

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Sigga Sig, Birgittu Magg og Kela. Það yrði gott game.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Fer ekki í sund

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Sigþór Sigurðsson í Spretti. Gull af manni.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Afhverju í fokkanum er ennþá stríð Guð?

Hvað ætlar þú að gera um helgina: Við ætlum bara að hafa það rólegt og notarlegt.

 

Ég skora á Birgittu Magnúsdóttur

 

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar