„Er með algjöran veikleika fyrir gráum hestum“

  • 6. janúar 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin á Söru Dögg Björnsdóttir
Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.
Hrund Ásbjörnsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Söru Dögg Björnsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Söru Dögg sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn? Sara Dögg Björnsdóttir

Gælunafn? bræður mínir kalla mig Dögg

Hestamannafélag? Sörli

Skóli? Háskólinn á Hólum

Aldur? 20

Stjörnumerki? Krabbi

Samskiptamiðlar? Instagram, Snapchat, Facebook

Uppáhalds drykkur? Blátt powerade

Uppáhaldsmatur? Nautasteik

Hvað er í jólamatinn hjá þér? Kótilettur í rjómasósu með eplum.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Súkkulaði ís, 2fallt kökudeig, hálft bláber og hálft súkkulaði kurl.

Þín fyrirmynd? Pabbi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Uppáhalds matsölustaður? Dominos

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Grey´s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður? Bríet

Fyndnasti Íslendingurinn? Steindi Jr

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð vesturbæjar

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Hef ekki mætt neinum svo óþolandi.

Sætasti sigurinn? 1. sætið í Knapafimi

Mestu vonbrigðin? Sé ekki ísbúð í Skagafirði.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Breiðablik

Uppáhalds lið í enska boltanum? Man United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Bjartur frá Holti, uppáhalds hesturinn og lang besti kennarinn, er mjög saknað í hesthúsinu.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Margir efnilegir.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Brynhildur Gígja

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Hansi og Arnhildur bæði svo ótrúlega lagin með hestana, lít mikið upp til þeirra.

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn

Besti hestur sem þú hefur prófað? Sindri frá Hjarðartúni án efa, verður aldrei toppað.

Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Finna köldu hliðina á koddanum.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Stærðfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Ensku

Vandræðalegasta augnablik? Ekkert sem ég man eftir.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Brynhildi, Hrund og Önnu Maríu myndi allavega ekki drepast úr leiðindum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Er með algjöran veikleika fyrir gráum hestum.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Brynhildur algjöör meistari.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Pass

 

Ég skora á Brynhildi Gígju Ingvarsdóttir

 

 

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar