Tippari vikunnar – Hulda G. Geirsdóttir

  • 12. mars 2021
  • Fréttir

Þá er komið að 28. umferð Tippara vikunnar.
Í síðustu umferð var það Ólafur Árnason sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Hulda G. Geirsdóttir, fjölmiðlakona og dómari.

„Ég hef lítið náð að fylgjast með boltanum undanfarið svo þetta verður nú eitthvað frjálslegt, en reyndar hefur deildin verið út um allt í vetur og alls kyns skrítin úrslit. En látum vaða.“

En þá að spánni:

Newcastle United – Aston Villa föstudag kl 20:00
Hef alltaf haft taugar til Newcastle síðan Alan Shearer var upp á sitt best svo ég ætla að veðja á þá. 1

Leeds United – Chelsea laugardag kl 12:30
Chelsea líklegra til sigurs en Leeds leynir á sér – segjum jafntefli X

Crystal Palace – West Bromwich Albion laugardag kl 15:00
Palace tekur þetta – 1

Everton – Burnley laugardag kl 17:30
Íslendingaslagur sem gæti orðið spennandi, en ég ætla að veðja á Gylfa og félaga sem hafa verið í góðum gír. – 1

Fulham – Manchester City laugardag kl 20:00
City neglir þetta – 2

Southampton – Brighton & Hove Albion sunnudag kl 12:00
Hérna hendi ég í jafntefli – X

Leicester City – Sheffield United sunnudag kl 14:00
Trúi því að Leicester taki þetta – 1

Arsenal – Tottenham sunnudag kl 16:30
Usss, Derby slagur í Lundúnum. Veðja að sjálfsögðu á mína menn. – 1

Manchester United – West Ham United sunnudag kl 19:15
United á góðu róli undanfarið, smelli sigri á þá… fyrir pabba 🙂 – 1

Wolverhampton – Liverpool mánudag kl 20:00
Held að Liverpool hafi þetta þrátt fyrir bras undanfarið. – 2

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 8 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Ólafur Árnason 5 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Jón Kristófer Sigmarsson 5 réttir

Konráð Valur Sveinsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 4 réttir

Logi Laxdal 4 réttir

Birgir Leó Ólafsson 4 réttir

Svanhildur Hall 4 réttir

Helgi Sigurðsson 3 réttir

Tryggvi Björnsson 3 réttir

Rakel Nathalie Kristinsdóttir 2 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<