„Á alltaf erfitt með að sitja kyrr undir Hound Dog“
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er komið að ræktunarleiðtoga íslenska hestsins í Svíþjóð, Heimi Gunnarssyni
Fullt nafn: Heimir Gunnarsson
Gælunafn: Ekki svo ég viti
Fæðingardagur og ár: 8. ágúst 1981
Hjúskaparstaða: Sambúð með ísfirðingnum Drífu Gestsdóttur ásamt tveimur börnum
Menntun: Reiðkennari frá Hólum og BSc i hestafræðum frá Hvanneyri
Starf: Ræktunarleiðtogi íslenska hestsins í Sviþjóð
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Hestamaður
Hestamannafélag: Fyrrum Léttisfélagi en nú i hestamannafélaginu Frigg í Svíþjóð
Stjörnumerki: Ljón
Skónúmer: 42
Hvernig bíl áttu: Mazda 6
Klukkan hvað ferðu á fætur: Yfirleitt rétt fyrir 7, nema það hafi verið gaman í gær
Uppáhalds árstími: Hver árstími hefur sinn sjarma
Te eða kaffi: Svart kaffi
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Aðeins misjafnt, en aðal málið er að það sé Brynjuís
Uppáhalds drykkur: Kaffi
Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt
Uppáhalds matsölustaður: Blackstone Steakhouse, klikkar aldrei hvar sem það er
Besta lyktin: Margt sem angar vel, erfitt að gera upp á milli
Versta lyktin: Æla
Bað eða sturta: Sturta
Þín fyrirmynd: Erfitt að nefna einhverja ákveðna manneskju í því samhengi. Þó verð ég að nefna John Cleese sem er mikill snillingur.
Lífsmottó: Að vera í góðu skapi, þá verður allt skemmtilegra.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Fer nú liklega eftir skólanum, en nú síðast hafði ég lítið gaman af þvi að safna og greina plöntur enda var árangurinn eftir því.
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Erfða- og kynbótafræði var í miklu uppáhaldi.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: La casa de papel finnst mér snilldar þættir
Uppáhalds leikari: Anthony Hopkins
Uppáhalds Íslenski tónlistarmaðurinn: Það er misjafnt frá degi til dags, en alltaf er Bubbi Morthens samt ofarlega á lista.
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Það er sama hér, en allir meðlimir Bítlanna, lífs eða liðnir eru í miklu uppáhaldi.
Uppáhalds lag: Fer eftir stemningu, en í augnablikinu myndi ég nefna Susie Q með Creedence.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Þau eru mörg, en til að nefna eitt þá á ég alltaf erfitt með að sitja kyrr undir Hound Dog með Elvis Presley
Fyndnasti Íslendingurinn: Jón Gnarr
Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Erfitt að gera upp á milli margra fallegra staða
Hvað finnst þér vanmetið: Góða skapið. Mig grunar að ýmsir líti á það sem eitthvað sem á að spara til efri áranna, en ég held það sé óþarfi.
En ofmetið: Grænmeti
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Um þessar mundir verður það að vera íslenska landsliðið í handbolta.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Fylgist ekki með enska boltanum
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Þarna verð ég nú bara að viðurkenna að ég hef ekki leitt hugann að því sérstaklega og segi því pass.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Steingrímur Antonsson á Akureyri
Besti knapi frá upphafi: Ég held það sé vonlaust að gera upp á milli með allan þennan fjölda af úrvalsknöpum.
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Sama hér, þeir eru svo margir svo magnaðir í gegnum tiðina og hver á sinn hátt en þó er ég bjartsýnn á að mesti gæðingur allra tíma sé enn ófæddur.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Það eru margir eftirminnilegir hestar sem koma upp í hugann, en þó held ég að sá sem ég keypti fyrir fermingarpeningana muni alltaf vera efstur á blaði. Það var agnarsmár Hektorssonur sem hét Trausti frá Akureyri, hann kom mér í gegnum öll þrjú árin á Hólum í mismunandi hlutverkum og skilaði mér oft í úrslit í ýmsum greinum.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Aftur á ég erfitt með að velja, en sennilega væri nokkuð farsælt að velja Orra frá Þúfu. Hann hefur eflaust verið framúrskarandi útreiðahestur og í áratugi voru bestu hross landsins oftar en ekki undan honum, það væri kærkomin búbót að geta selt folatolla undir slíkan hest.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég gef mér ekki mikinn tíma í að fylgjast með öðru en hestum, en þó hef ég alltaf gaman af spennandi handboltaleikjum.
Við hvað ertu hrædd/ur: Ekki gott að segja
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég man ekki eftir því að mér hafi þótt nokkur keppandi neitt sérstaklega óþolandi.
Sætasti sigurinn: Ég verð líklega að nefna sigur í tölti T1 á norðurlandamóti 2008 í Noregi.
Mestu vonbrigðin: Ég er ekkert mikið fyrir að svekkja mig á því sem er búið og gert. Það þarf þá bara að reyna að læra eitthvað af því og gera betur næst.
Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin.
Mesta afrek þitt í lífinu: Börnin mín tvö eru frábær eintök og eru bæði efst á afrekslistanum hjá mér.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Jóni á Vatnsleysu tókst fyrir rest að kenna mér að láta ekki hrossin stýra því hvernig mér líður. Seinna áttaði ég mig á því að þetta á ekki bara við um hross heldur fólk líka.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukkuna.
Vandræðalegasta augnablikið: Drífa fékk að lesa yfir svörin og vildi að ég tæki út svarið sem ég var búinn að skrifa við þessari spurningu, það var víst full vandræðalegt.
Ætlar þú á Landsmót 2022: Það ætla ég rétt að vona.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ævar Örn Guðjónsson með gítarinn, Sigurjón Pálmi Einarsson með látúnsbarkann og Halldór Guðjónsson með lagavalið. Reyndar held ég að við yrðum ekki lengi einir, þetta væri orðinn vinsæll ferðamannastaður á skömmum tíma.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Ótrúlega liðtækur bakari. Algengast er að ég baki vandræði en best eru þó skinkuhornin, sem eru stórkostleg þó ég segi sjálfur frá.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Eyjólfur Þorsteinsson reyndist vera prýðis náungi þegar upp var staðið.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ég væri til í að skyggnast betur í pælinguna bakvið að gefa sérstaka einkunn fyrir reiðhestskosti gangtegundar annarsvegar og hraða á gangtegundinni hinsvegar á fyrsta landsmótinu. Þar væri að sjálfsögðu áhugavert að heyra útskýringar Gunnars Bjarnasonar.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Kenna á námskeiði um kynbótadóma í Danmörku, ef Covid leyfir.
Ég skora á skagfirðinginn Friðgeir Inga Jóhannsson að sýna á sér hina hliðina.
Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir
Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Telma L. Tómasson
Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir
Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir
Hin hliðin – Siguroddur Pétursson
Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson
Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir
Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson
Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir
Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin – Halldór Victorsson
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson