Fær sér Redbull fyrir svefninn

  • 24. maí 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Kristni Guðnasyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er komið að hrossabóndanum Kristni Guðnasyni eða Kristni í Skarði eins og hann er oft kallaður.

Fullt nafn: Kristinn Guðnason

Gælunafn: Í gamla daga var ég stundum kallaður Diddi

Starf: Bóndi

Aldur: 71 árs

Stjörnumerki: Bogamaður

Blóðflokkur: Ekki hugmynd

Skónúmer: Marjolijn segir að þeir séu nr 44, annars hefði ég líklega ekki vitað svarið

Hjúskaparstaða: Sambúð

Uppáhalds drykkur: Redbull

Uppáhalds matur: Vænt lambalæri með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu

Uppáhalds matsölustaður: Heima hjá mér

Hvernig bíl áttu: Mitsubitshi L200, svaka kaggi og vel með farinn

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttir eða að horfa á Meistaradeildina á fimmtudagskvöldum

Uppáhalds leikari: Jón Sigurbjörnsson og Eastwood, báðir frábærir

Uppáhalds íslenski  tónlistarmaðurinn: Geirmundur, skagfirska sveiflan klikkar aldrei þó ég hafi nú ekki gert mikið af því að stíga sporin við hana

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Presley

Uppáhalds lag: Ekkert sem kemur upp í hugann

Fyndnasti Íslendingurinn: Það geta orðið ansi líflegar og skemmtilega umræður við kaffiborðið í Árbæjarhjáleigu þegar félagarnir  Daníel Jónsson og Óðinn Örn koma þar saman

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Er meiri sjeik maður, fæ mér ýmist karamellu eða ananas bragð

Þín fyrirmynd: Margar flottar fyrirmyndir sem maður hefur átt í gegnum tíðina, enginn einn sem mér dettur í hug ofar öðrum

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt:  Maður er svo geðgóður að það tekur því ekki ekki að pirra sig á öðrum

Sætasti sigurinn:  Það kemur upp í hugann gull í 800 metra stökki á Fjórðungsmóti í Faxaborg

Mestu vonbrigðin: Þegar Rakel Nathalie komst ekki í milliriðla á Landsmóti 2012 í ungmennaflokki

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Valur, afi gamli var í Val og ég hef bara haldið mig við það, en það verður að viðurkennast að ég er ekki dyggasti stuðningsmaðurinn

Uppáhalds lið í enska boltanum: Ekki nokkur, alveg sama hvaða fífl hlaupa þarna um

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Það færi eftir í hvað ég væri að velja mér. Ef ég væri að velja mér duglegan smalahest þá Eldur frá Hreiðarvatni. En í gæðingakeppni þá Fáni frá Hala. Margir góðir hestar sem koma í hugann sem allir einstakir á sínu sviði

Efnilegasti hestamaður/kona landsins:  Ótalmargir flottir og efnilegir ungir hestamenn- og konur, alltaf jafn gaman að horfa á þetta unga fólk sem er orðið jafn klárt og raun ber vitni

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi:  Mér finnst Jóhanna Margrét Snorradóttir stórglæsilegur knapi

Besti knapi frá upphafi: Að mínu mati er Árni Björn að verða einn af betri knöpum sem við höfum átt, að öðrum ólöstuðum

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Úff, erfitt að velja en Gýmir frá Vindheimum kom fyrst upp í hugann

Besti hestur sem þú hefur prófað: Reykur frá Hoftúni

Uppáhalds staður á Íslandi: Jökulgil á Landmannaafrétti

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fá mér einhvern góðan nammimola  og skola því niður með Redbull

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei, langt því frá

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Í barnaskóla var það í íslensku en svona á eldri árum er það erlend tungumál, langt því frá mín sterkasta hlið

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Kristnifræðin og biblíusögurnar. Gekk líka alltaf ágætlega í reikning

Vandræðalegasta augnablik: Sofnaði á símafundi Landssamtaka sauðfjárbænda, samfundarmönnum mínum tókst ekki að vekja mig og þurfti því að aflýsa fundinum

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju:  Guðmund í Skálakoti, Vigni Siggeirs og Sigga Sæm. Það yrði sko ekki dauð stund á þeirri eyju og við myndum ekkert vera að drífa okkur heim

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Hef mjög gaman af bókmenntaþættinum Kiljunni, ekki verra að hafa Haribo snuddur og Redbull við hönd

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Víkingur Gunnarsson. Stórsnillingur!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Það væri gaman að spyrja hestamenn framtíðarinnar hvernig íslensku hesturinn hefur þróast eftir um 50 ár.

Ég skora á sjálfan Tryggva Ágústsson, ættaðan frá Brúnastöðum, til að segja okkur frá sinni hinni hlið.

 

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar