„Ekki taka lífinu of alvarlega þú sleppur hvort sem aldrei frá því lifandi“

  • 27. janúar 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Rakel Gígja Ragnarsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Ólöfu Báru Birgisdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Ólöfu Báru sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn? Ólöf Bára Birgisdóttir

Gælunafn? Stundum kölluð Olla

Hestamannafélag? Skagfirðingur

Skóli? FNV

Aldur? 18 ára

Stjörnumerki? Meyja

Samskiptamiðlar? Snapchat, instagram og facebook

Uppáhalds drykkur? Ískaldur grænn kristall

Hvaða rétt ertu best að elda? Kjúklingapastarétt

Uppáhaldsmatur? Góð steik

Uppáhalds matsölustaður? KFC klikkar aldrei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður? Rihanna

Uppáhalds lag? Cover Me Up með Morgan Wallen

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? I Can Walk On Water

Bað eða sturta? Sturta

Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann

Uppáhalds árstími? Sumarið

Hvað gerir þú til að slaka á? Fara í heitan pott

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Footloose

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Besta bók sem þú hefur lesið? Ég hef aldrei verið dugleg að lesa bækur

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðarber, hockey pulver og smarties

Þín fyrirmynd? Mamma og pabbi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Engin sérstakur

Sætasti sigurinn? Ennþá eftir að koma

Mestu vonbrigðin? Ég spái ekki mikið í þeim, mistök eru til þess að læra af þeim

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Að sjálfsögðu Tindastóll

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Það hefði ekki skemmt fyrir að eiga Álfadís frá Selfossi, búin að skila frábærum gæðingum

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Erfitt val, margir efnilegir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Get ekki gert upp á milli en ætli maður verði ekki að segja Rakel Gígja

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Siggi bróðir

Besti knapi frá upphafi? Jóhann R. Skúlason

Besti hestur sem þú hefur prófað? Magni frá Ríp, einstaklega skemmtillegur hestur

Uppáhalds staður á Íslandi? Sveitin mín heima

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum

Klukkan hvað ferðu á fætur? 8 á virkum dögum en aðeins seinna oftast um helgar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já fylgist mikið með körfubolta, handbolta og fótbolta

Í hverju varstu lélegust í skóla? Dönsku

Í hverju varstu best í skóla? Íþróttum

Vandræðalegasta augnablik? Myndi ekki vilja segja þau hér, frekar vandræðaleg manneskja

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ragnar Rafael, Katríni Ösp og Bjarka Fannar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Mér er alltaf kalt

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Bjarki Fannar, hann er mikið skárri en ég hélt að hann væri

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Spurja afa minn heitinn um eitthvað skemmtilegt, hann hafði alltaf gaman af því

Lífsmottó? Ekki taka lífinu of alvarlega þú sleppur hvort sem aldrei frá því lifandi.

Ég skora á Katríni Ösp Bergsdóttur

 

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar