„Aldrei keppt við aðra. Einungis við sjálfan mig“
Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt. Að þessu sinni er komið að Tryggva Ágústssyni.
Fullt nafn: Tryggvi Ágústsson
Gælunafn: Í gamla daga var ég stundum kallaður Tiddi
Starf: Fangavörður
Aldur: Löggilt gamalmenni fæddur 1 apríl 1955
Stjörnumerki: Hrútur
Blóðflokkur: O
Skónúmer: 46
Hjúskaparstaða: Kvæntur
Uppáhalds drykkur: Vatn, Jesús breytti vatn í vín þannig að það getur verið eftir því hvaða tilefnið er.
Uppáhalds matur: Lambahryggur með öllu tilheyrandi
Uppáhalds matsölustaður: Heima
Hvernig bíl áttu: VW Touareg
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttir
Uppáhalds leikari: Brynjólfur Jóhannesson
Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn: Steini spil
Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn: Pass
Uppáhalds lag: Það kemur margt upp i hugan t.d Undir bláhimmni, Undir dalana Sól og Hraustir menn. Erfitt að gera uppá milli.
Fyndnasti Íslendingurinn: Ragnar föðurbróðir minn. Hann var einstakur maður og hleypti galsa í mannskapinn.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kann ekki átið á bragðaref.
Þín fyrirmynd: Foreldrar mínir
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Aldrei keppt við aðra. Einungis við sjálfan mig.
Sætasti sigurinn: Pass
Mestu vonbrigðin: Örugglega mörg.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Héld með FH í handboltanum og Akranes í fótboltanum.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ófeigur frá Flugumýri. Hans arfleifð er einstök til Íslenskrar hrossaræktar. Ég vill gerast spámaður að um það verði ritaðar vísinda greinar í næstu framtíð.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Helga Þórbjörg Birgisdóttir 7 ára afastelpa. Hún kemur einu sinni í viku í hesthúsið og í vetur fór hún að ríða vilja hryssunni Rauðku minni berbakt í hesthúsgerðinu og stórbætti hana að kostum.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Er það ekki Daníel Jónsson
Besti knapi frá upphafi: Pass
Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: þó að ég sé aðdáandi íslenska alhliða gæðingins þá er það klárhesturinn Loki frá Selfossi. Sigur hans og sýning hans á Landsmótinu á Hellu verður óbrotgjörn um aldir.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Margir góðir.
Uppáhalds staður á Íslandi: Flóans fögru lönd
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Þó ég sé ekki endilega trúaður þá þil ég faðir vorið í huganum og reyni að sofna sáttur við guð og menn.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já en ligg ekki yfir þeim.
Í hverju varstu lélegastur í skóla: Tungumálum.
Í hverju varstu bestur í skóla: Rétt miðlungs í flestu
Vandræðalegasta augnablik: Of mörg.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með félaga mína í meðvitunarlausa félaginu. Einar í Egilsstaðakoti hann verður með söng og gauragang. Magnús í Oddgeirshólum hann segir frá ræktunar afrekum gripa sinna frá hrútum til heybindivéla. Þormóður í Hjálmholti hann segir færra en kemur með gullkornin. Við tökum með júgrið af Kollu aðra næringu þurfum við ekki því að okkur er öllum vel í skinn komið.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fór fyrst til tannlæknis 23 ára og hafði aldrei notað tannbursta og enginn skemmd í kjafti mínum en eftir það fór ég að nota tannbursta og þá fór að halla undan fæti.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Pass
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Spyr þá Flosa á Svínafelli um ferðalag hans úr Öræfanum og hans manna til brennunar á Bergþórshvoli.
Ég skora á sjálfan Bjarna Maronsson í Varmahlíð frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Hann fer tígurlega á hesti. Hann er mér minnisstæður eftir að ég fór með gagnamannafélagi Austurdals í göngur og ekki síður þegar hann fór fyrir liði Skagfirðinga og reið með mér og fleirum um Flóan fagra, til að segja okkur sinni hinni hlið.
Hin hliðin – Kristinn Guðnason
Hin hliðin – Angantýr Þórðarson
Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson
Hin hliðin – Heimir Gunnarsson
Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir
Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Hin hliðin – Telma L. Tómasson
Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir
Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir
Hin hliðin – Siguroddur Pétursson
Hin hliðin – Páll Bragi Hólmarsson
Hin hliðin – Sigríður Pjetursdóttir
Hin hliðin – Pjetur Nikulás Pjetursson
Hin hliðin – Fjóla Viktorsdóttir
Hin hliðin – Sigurður Sigurðsson
Hin hliðin – Halldór Victorsson
Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir
Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson