„Er frekar glötuð í eldhúsinu en lúmsk í að grilla hamborgara“

  • 11. febrúar 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Katrín Ösp Bergsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Björg Ingólfsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Björg sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn? Björg Ingólfsdóttir

 

Gælunafn? Þau eru nokkur t.d. Bjögga, Bjössi, Bjölla, Bjöggi og fleiri

 

Hestamannafélag? Skagfirðingur

 

Skóli? Skóli lífsins

 

Aldur? 19

 

Stjörnumerki? Steingeit

 

Samskiptamiðlar? Snapchat, Facebook og instagram

 

Uppáhalds drykkur? ískaldur Red bull

 

Hvaða rétt ertu best að elda? Er frekar glötuð í eldhúsinu en lúmsk í að grilla hamborgara

 

Uppáhaldsmatur? Folaldalund með frönskum

 

Uppáhalds matsölustaður? Retro mathús á Hofsósi

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Friends

 

Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens

 

Uppáhalds lag? Úff veit það ekki

 

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Eye of the Tiger

 

Bað eða sturta? Sturta

 

Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann

 

Uppáhalds árstími? Sumarið allan daginn!

 

Hvað gerir þú til að slaka á? Sofa

 

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Burlesque

 

Uppáhalds ísbúð? Huppa

 

Besta bók sem þú hefur lesið? Stóðhestabókin

 

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðarber svo fer restin eftir stemningunni

 

Þín fyrirmynd? Þær eru margar

 

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Stóðhestabókin

 

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Enginn

 

Sætasti sigurinn? Sennilega 10 sæti í A flokki gæðinga á LM í sumar

 

Mestu vonbrigðin? Að mósi hafi ekki brokkað á landsmótinu í sumar og þegar Vökull fór út úr brautinni á Fjórðungsmótinu 2017

 

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Timdastóll

 

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

 

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Sennilega barnahestinn minn Gust frá Hóli einstakur hestur í alla staði, frábær geðslag, rými og geta á gangi.

 

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Svo margir efnilegir

 

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Urður Birta Helgadóttir

 

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Margir í uppáhaldi!

 

Besti knapi frá upphafi? Jóhann Rúnar Skúlason

 

Besti hestur sem þú hefur prófað? Hef prófað marga frábæra hesta en Kjuði frá Dýrfinnustöðum, Skýr frá Skálakoti og Gustur frá Hóli standa uppúr.

 

Uppáhalds staður á Íslandi? Skagafjörðurinn

 

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Sennilega loka augunum

 

Klukkan hvað ferðu á fætur? 7 á virkum dögum og yfirleitt um 8 um helgar

 

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Fylgist aðeins með Körfubolta

 

Í hverju varstu lélegust í skóla? Ensku

 

Í hverju varstu best í skóla? Stærðfræði og Náttúrufræði

 

Vandræðalegasta augnablik? Úff það er ekki birtingarhæft hér en það var klukkutími af verulega vandræðalegri Björgu

 

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ingunni systur til að hugsa um okkur, Urði Birtu og Katrínu ösp til að halda uppi stemningunni

 

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Mýs eru það sem hræða mig mest í lífinu!

 

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Signý Sól, hún er yfirburða meistari!

 

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Úff bara veit það ekki

 

Lífsmottó? Hika er það sama og tapa og láttu vaða í djúpulaugina það borgar sig!

 

 

Ég skora á Ingibjörgu Rós Jónsdóttur

 

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar