„Jákvæðar hugsanir eru mikilvægar“

  • 1. ágúst 2022
  • Fréttir
Hin hliðin á Bjarna Maronssyni

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Bjarni Maronsson sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Bjarni Pétur Maronsson

Gælunafn: Stundum kallaður Bjarni Mar.

Starf: Atvinnulaus sökum aldurs

Aldur: 72 ára

Stjörnumerki: Meyja

Blóðflokkur: Veit ekki

Skónúmer: 46

Hjúskaparstaða: Í sambúð

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhaldsmatur: Siginn fiskur með selspiki

Uppáhalds matsölustaður: Pass

Hvernig bíl áttu: Skoda

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hrúturinn Hreinn

Uppáhalds leikari: Veiga á Mannskaðahóli

Uppáhalds íslenski  tónlistarmaðurinn: Geirmundur Valtýsson

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn:  Fats Domino

Uppáhalds lag: Þau eru mörg, t.d. „Áfram veginn“

Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Geri ekki upp á milli þeirra bókmenntaverka

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Pass

Þín fyrirmynd: Gott fólk

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Pass

Sætasti sigurinn: Hef lítið keppt á hesti. Minnst þó keppni í 800 metra brokki á Vindheimamelum fyrir löngu síðan. Þá kepptum við Jón á Vatnsleysu á gangnahestunum og riðum aðra keppendur algerlega af okkur. Hestur Jóns var sjónarmun á undan mínum í mark. Eftir þetta var brokk lagt af sem keppnisgrein á Melunum.

Mestu vonbrigðin:  Rækta ekki vonbrigði

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Smárinn í Varmahlíð

Uppáhalds lið í enska boltanum: Það er nú það

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Lýsingur frá Voðmúlastöðum og Kveikur frá Miðsitju koma upp í hugann. Mjög ólíkir hestar en hafa skila íslenski hrossarækt fram á veg

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Systurnar á Ytra-Álandi, Elva Sóldís og Dagrún Sunna. Þær eru að temja fyrir mig um þessar mundir.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Maggi Magg á Íbishóli

Besti knapi frá upphafi: Sigurbjörn Bárðarson er alltaf drjúgur

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Pass

Besti hestur sem þú hefur prófað: Hef prófað mörg góð hross en skeiðsprettur á Skeifu Sigurborgar á Báreksstöðum gleymist ekki

Uppáhalds staður á Íslandi: Skagafjörður

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Jákvæðar hugsanir eru mikilvægar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Efnafræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Skástur í íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Er góður í að gleyma slíku

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fjólu á Syðra-Skörðugili, hún bætir allan félagsskap. Einnig þá Ingimar á Ytra-Skörðugili og Þór Sigurðsson á Akureyri. Þau taka lagið og svo verða örugglega margar góðar sögustundir. Vonandi sækir Elvar okkur ekki allt of fljótt.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Kann að ryksuga

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Gunnar á Löngumýri er ótrúlega farsæll í samskiptum við hross

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Myndi gjarnan vilja spyrja frændur mína, sem úti urðu á Kili 1780, um ævi þeirra og örlög.

 

Mér var bæði ljúft og skylt að verða við áskorun Tryggva Ágústssonar. Ég hygg að hann sé best ríðandi Brúnastaðamanna og kempulegur á hesti.

Ég skora á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að sýna á sér hina hliðina. Hún er bráðlipur hestakona, hestar fara fallega hjá henni.

 

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar