„Lovely Day með Bill Withers kemur mér alltaf í rétta skapið“

  • 2. september 2022
  • Fréttir
Hin hliðin - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

 

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

 

Gælunafn: Ekkert, en nánir vinir fá að nota Slauga.

 

Starf: Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

 

Aldur: 31 árs.

 

Stjörnumerki: Bogmaður.

 

Blóðflokkur: Ég man það ekki!

 

Skónúmer: 39.

 

Hjúskaparstaða: Einhleyp.

 

Uppáhalds drykkur: Vatn og rauðvín.

 

Uppáhaldsmatur: Ferskur túnfiskur.

 

Uppáhalds matsölustaður: Duck & Rose og Fiskmarkaðurinn.

 

Hvernig bíl áttu: Benz.

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég var ansi ánægð með Money Heist.

 

Uppáhalds leikari: Gísli Örn og Nína Dögg.

 

Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn: Bríet og Frikki Dór.

 

Uppáhalds lag: Lovely Day með Bill Withers kemur mér alltaf í rétta skapið.

 

Fyndnasti Íslendingurinn: Silja Rán Arnarsdóttir.

 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrista, smarties og oreo.

 

Þín fyrirmynd: Ég hef alla tíð litið mjög upp til beggja foreldra minna.

 

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Minnist ekki óþolandi keppanda á keppnisvelli hestamennskunnar, það er frekar á þeim keppnisvelli sem ég keppi í dag á, stjórnmálunum.

 

Sætasti sigurinn: Mér þótti vænt um Suðurlandsmeistaratitil í gæðingaskeiði í gamla daga en líka að fá Gregensen styttuna á Gæðingamóti Fáks.

 

Mestu vonbrigðin: Að detta af baki (því hryssan datt) í tölt úrslitum þegar ég leiddi úrslit í unglingaflokki einu sinni.

 

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Fram stelpurnar mínar í handboltanum.

 

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool.

 

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Matthías Sigurðsson.

 

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Lilja Pálmadóttir.

 

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin: Stóðhestabókin.

 

Besti knapi frá upphafi: Það stenst enginn Sigurbirni Bárðarsyni snúning.

 

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hrímnir frá Hrafnagili

 

Besti hestur sem þú hefur prófað: Hef fengið að prófa marga góða gæðinga. En Október frá Oddhóli, sem er minn reiðhestur núna fær bara samt vinninginn. Hann er undan keppnishryssunni minni gömlu Aldísi frá Ragnheiðarstöðum og Grun frá Oddhóli. Hann er allt sem maður óskar sér, sjóðviljugur, hágengur, rúmur og mjúkur töltari.

 

Uppáhalds staður á Íslandi: Kiðafell í Kjós.

 

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli verkjaraklukkuna.

 

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já að einhverju leyti.

 

Í hverju varstu lélegust í skóla: Ensku.

 

Í hverju varstu best í skóla: Stærðfræði.

 

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Margréti Ríkharðsdóttir hestakonu og meistarakokk, hún er ómissandi. Sigurbjörn Magnússon pabba minn því hann er bestur.

 

Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Ég keppti með reiða á hnakknum á Landsmóti 2002.

 

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja: Ég myndi held ég bara spyrja mömmu mína um allskonar um lífið sjálft.

 

Gaman að verða við áskorun Bjarna Mar, forréttindi að fá að kynnast hestamönnum eins og honum, Elvari, Fjólu og Ingimar og ferðast með þeim um Skagafjörðinn.

Ég skora á Hermann Árnason að sýna á sér hina hliðina, en ég fékk líka að ferðast með honum í sumar og það er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hvort sem það er í þolreið um hálendið eða hestaferðum og skipulagi með Siggu sinni.

 

 

Hin hliðin – Bjarni Pétur Maronsson

Hin hliðin – Tryggvi Ágústsson

Hin hliðin – Kristinn Guðnason

Hin hliðin – Angantýr Þórðarson

Hin hliðin – Agnar Snorri Stefánsson

Hin hliðin – Heimir Gunnarsson

Hin hliðin – Gísli Guðjónsson

Hin hliðin – Hrafnhildur P Þorsteinsdóttir

Hin hliðin – Sylvía Sigurbjörnsdóttir

Hin hliðin – Telma L. Tómasson

Hin hliðin – Hulda Gústafsdóttir

Hin hliðin – Hulda Jónsdóttir

Hin hliðin – Eygló Arna Guðnadóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar