„Mistök skilgreina mig ekki heldur hvernig ég vinn úr þeim og læri“

  • 15. febrúar 2023
  • Fréttir
Yngri hliðin - Ingibjörg Rós Jónsdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins.

Björg Ingólfsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Ingibjörgu Rós Jónsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.
Hér fyrir neðan má finna svörin frá Ingibjörgu Rós sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Fullt nafn?  Ingibjörg Rós Jónsdóttir

 

Gælunafn?  Inga, Ingó, Bjögga, Rós en er oftast bara kölluð Ingibjörg

 

Hestamannafélag?  Skagfirðingur

 

Skóli?  Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

 

Aldur? 18 að verða 19 í maí

 

Stjörnumerki?  Naut

 

Samskiptamiðlar?  Snapchat, Facebook, instagram og tiktok

 

Uppáhalds drykkur?  Enginn í augnablikinu

 

Hvaða rétt ertu best að elda? Ætli það sé ekki bara pasta í ostasósu

 

Uppáhaldsmatur?  Lamba eða folalda steikur með góðu meðlæti

 

Uppáhalds matsölustaður?  Local

 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?  Chastle eða Friends

 

Uppáhalds tónlistarmaður?  Bubbi Morteins og GDRN eru mögnuð

 

Uppáhalds lag? Rómeó og Júlía með Bubba og Undir dalanna sól með Álftagerðisbræðrum eru lög sem ekki er hægt að fá leið af vegna ljúfra tóna þeirra

 

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð? Ni**as in Paris

 

Bað eða sturta? Sturta

 

Fyndnasti Íslendingurinn?  Pétur Jóhann

 

Uppáhalds árstími? Sumar

 

Hvað gerir þú til að slaka á? Ég reyni að fara í sjóðandi heitt bað eða sturtu og prjóna

 

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur? Ride along 1 og 2

 

Uppáhalds ísbúð?  Huppa

 

Besta bók sem þú hefur lesið? Einu bækurnar sem ég hef náð að lesa hvern staf í er Stóðhestabókin

 

Kringlan eða Smáralind?  Kringlan

 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn?  Jarðarber, oreo, kökudeig og stundum hokkie pulver

 

Þín fyrirmynd?  Rósa langamma mín í Goðdölum, yndislegri sem hæfileikaríkari konu finnur þú ekki

 

Stóðhestabókin eða Hrútaskráin? Áhugavert bæði en er meira fyrir stóðhestabókina

 

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt?  Á yngri árum var það Þórgunnur Þórarinsdóttir en eingöngu vegna þess að stelpan er og var svo þræl mögnuð og náði frábærum árangri en ekki ég

 

Sætasti sigurinn?  Þegar ég komst í B-úrslit á gangna og reiðhesti afa míns Bleik frá Bjarnastaðahlíð á Fjórðungsmótinu 2017, þræl magnaður alveg

 

Mestu vonbrigðin?  Ég læri af öllum vonbrigðum sem mér til góðs svo ég man ekki eftir neinu sérstöku

 

Uppáhalds lið í íslenska boltanum?  Tindastóll

 

Uppáhalds lið í enska boltanum?  Liverpool að sjálfsögðu

 

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju?  Tja… erfið er spurningin en efst mér í huga er ábyggilega Óskasteinn frá Íbishóli heitin.. afbragðs gæðingur og skemmtilegri persónuleiki í hrossi er ekki til

 

Efnilegasti hestamaður/kona landsins?  Jón Ársæll Bergmann

 

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi?  Faðir minn, Jón Ragnar Gíslason bústjóri á Íbishóli

 

Uppáhalds hestamaðurinn þinn?  Á engann uppáhalds eins og er þar sem fólk í dag er allt fagmenn á hestbaki, en Guðmar Freyr Magnússon kemur manni á óvart með hverjum deginum, hef þekkt hann lengi og litið upp til hans við þjálfun á hrossum síðan hann kenndi mér að halda á taumnum fyrir mörg hundruð árum á Íbishóli

 

Besti knapi frá upphafi?  Sigurbjörn Bárðarson

 

Besti hestur sem þú hefur prófað?  Nú hann Bleikur frá Bjarnastaðahlíð. En Galdur frá Bjarnastaðahlíð var líka skemmtilegt að prufa

 

Uppáhalds staður á Íslandi?  Keldudalur, meiri ró og næði finnst ekki

 

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?  Ég fer yfir í hausnum hvernig næsti dagur fer fram og stundum yfir lífsins vandamál sem mætti bæta

 

Klukkan hvað ferðu á fætur? Mjög misjafnt, en upp á síðkastið hefur það verið 07:00 og um helgar i seinasta lagi 10:30 ef svo ber kostur á

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já fótbolta og stundum körfu

Í hverju varstu lélegust í skóla? Allan daginn stærðfræði

Í hverju varstu best í skóla?  Sundi og Íslensku

Vandræðalegasta augnablik? Ábyggilega þegar ég var að vinna á barnum á Hótel Varmahlíð og ég snéri mér við og hnerraði og rétti svo kúnna drykk og hann þakkaði fyrir sig og ég sagði til baka “guð hjálpi þér” … en ætlaði að segja verði þér að góðu… það köfnuðu allir úr hlátri sem voru i húsinu

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Magnús Braga fyrir fróðleik, Katrínu Ösp fyrir andlegan stuðning vegna magn fróðleiksins og Bjarna Jónasson fyrir skemmtun vegna of mikils andlegar stuðninga og fróðleiks

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er of liðug (hypermobility).. get hvenær sem er og hvar sem er farið í splitt, og er þetta minn helsti galli þegar kemur að hestamennsku, er eins og dansandi núðla

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju?  Ingiberg Daði Kjartansson, þraut seigur og duglegur

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja guð, hvurn fjandann þetta líf sé að fara og gæti því þá undirbúið mig við lífsins ævintýr þar sem óregla fer fremur illa i mínar fínustu taugar

Lífsmottó? Mistök skilgreina mig ekki heldur hvernig ég vinn úr þeim og læri!

 

Ég skora á Freydísi Þóru Bergsdóttur

Yngri hliðin – Björg Ingólfsdóttir

Yngri hliðin – Katrín Ösp Bergsdóttir

Yngri hliðin – Ólöf Bára Birgisdóttir

Yngri hliðin – Rakel Gígja Ragnarsdóttir

Yngri hliðin – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir

Yngri hliðin – Sara Dögg Björnsdóttir

Yngri hliðin – Hrund Ásbjörnsdóttir

Yngri hliðin – Katla Sif Snorradóttir

Yngri hliðin – Sara Dís Snorradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Sif Sindradóttir

Yngri hliðin – Kolbrún Katla Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Herdís Björg Jóhannsdóttir

Yngri hliðin – Svandís Aitken Sævarsdóttir

Yngri hliðin – Helena Rán Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Sigrún Helga Halldórsdóttir

Yngri hliðin – Lilja Rún Sigurjónsdóttir

Yngri hliðin – Sigurbjörg Helgadóttir

Yngri hliðin – Glódís Líf Gunnarsdóttir

Yngri hliðin – Þórgunnur Þórarinsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar